Platan var í fyrsta sinn spiluð í heild sinni í partýinu fyrir gesti sem fengu einnig að leggja fram hugmynd að uppröðun laganna sem vakti mikla lukku. Partýið fór fram á veitingastaðnum Blackbox.
Fyrsti síngúll plötunnar Farfuglar kom út 13. janúar síðastliðinn.
„Lagið fjallar um hve sárt það er að missa af mikilvægum stundum í lífi barna, svo sem afmælum, hátíðisdögum og öðrum gæðastundum á þessum fyrstu mótunarárum. Þessa miklu aðlögunarhæfni sem börn þurfa til þess að vera í jafnvægi á tveimur heimilum. Það erfitt að ímynda sér sem fullorðinn aðili hvernig hægt er að skipta svona um heimili í hverri viku.
Jafnvel þó ást og umhyggja sé alls staðar í kring getur rótin orðið frekar óskýr. Jákvæða hliðin er þó sú að í flestum tilfellum fjölgar fólki í kringum börnin, fólk sem elskar þau og er til staðar fyrir þau,“ sagði Júlí um lagið í viðtali á Vísi á dögunum.
Næsti síngúll plötunnar Heim kemur út 9. febrúar næstkomandi. Lagið verður frumflutt á úrslitakvöldi Idol í Idolhöllinni að Fossaleyni í beinni útsendingu á Stöð 2. Gestaflytjandi lagsins er tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, eða Prettyboitjokkó.
Meðal annarra tónlistarmanna sem koma að plötunni eru Huginn, Jói P, Gugusar og Kristmundur Axel.
Lagasmiðir plötunnar eru Júlí Heiðar, Ingimar Birnir, Ásgeir Orri og Bjarki Ómarsson, þekktur sem Bomarz. þá sáu Bjarki Ómarsson og Sæþór Kristjánsson um hljóðblöndun.
Líkt og meðfylgjandi myndir gefa till kynna var mikil stemmning í partýinu.