Gjöld greiðslukorta erlendis hækkuðu um 38 prósent

Þjónustugjöld af greiðslukortanotkun íslenskra heimila erlendis námu um 4,7 milljörðum króna og þar af greiddu heimilin um 4,4 milljarða króna í gengisálag á árinu 2022. Þegar íslenskum krónum er skipt í erlendan gjaldeyri er greitt ákveðið gjald. Að raunvirði hækkuðu gjöld greiðslukorta um 38 prósent frá árinu á undan sem skýrist að nokkru leyti af meiri neyslu erlendis en einnig af almennri hækkun gjalda.
Tengdar fréttir

Umtalsvert hærri kostnaður af greiðslumiðlun á Íslandi en í Noregi
Með aukinni hagræðingu í rafrænni greiðslumiðlun og auknum fjölda færslna hefur kostnaður við greiðslumiðlun fyrir samfélagið lækkað frá síðustu mælingu árið 2018. Áætlaður samfélagskostnaður (innri kostnaður) af notkun greiðslumiðla hér á landi var um 47 milljarðar króna á verðlagi þess árs eða um 1,4 prósent af af vergri landsframleiðslu. Í Noregi nam samfélagskostnaður árið 2020 um 0,8 prósent af vergri landsframleiðslu, segir í skýrslu Seðlabankans. Áætlað er að heildarkostnaður heimila vegna greiðslumiðlunar hafi numið tíu milljörðum króna árið 2021.