Kokkar í Krýsuvík hjá fyrrverandi eiginmanni og vini sínum Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 14:33 Elías Guðmundsson og Sólveig Eiríksdóttir á brúðkaupsdaginn árið 2019. Í dag eru þau skilin en enn vinir og samstarfsfélagar. Instagram Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína. Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“ Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Solla mætti í Bakaríið á Bylgjunni til þeirra Ásu Ninnu og Svavars Arnar í morgun. Þau fóru saman yfir víðan völl, meðal annars hvernig Solla fór úr því að vera hámenntaður textílhönnuður, með atvinnutilboð frá Álafossi á borðinu, yfir í það að vera heilsufæðisfrumuður. Gjaldþrot Álafoss spilaði þar nokkuð stóra rullu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri“ Solla segist vera farin að vinna á ný eftir að hafa lent í nokkuð alvarlegri kulnun, sem hún vildi ekki ræða nánar að þessu sinni en stakk upp á að hún kæmi einfaldlega aftur í þáttinn. Hún bjóði upp á námskeið í eldamennsk ásamt dóttur sinni Hildi. Hana hafi einnig langað að byrja að vinna við eldamennsku aftur en þó alls ekki á veitingahúsi. Þá hafi lengi blundað í henni að vinna við að hjálpa fólki, sér í lagi fólki sem glímir við áfengissýki og aðra fíknisjúkdóma. Þess vegna hafi verið kærkomið þegar henni bauðst að vinna við eldamennsku á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. „Þar sem númer þrjú er framkvæmdastjóri,“ sagði hún og vísaði þar til Elíasar Guðmundssonar, fyrrvarandi eiginmanns hennar. Þau voru saman í á tvo áratugi en héldu hvort í sína áttina árið 2021. Þáttastjórnendur furðuðu sig á því hvers vegna Solla kallaði hann „númer þrjú“ en Solla sagði alla hennar fyrrverandi vera vini sína. „Svo bara fannst mér svo gaman að vera þarna, ég er bara í hálfu starfi, ég elska að keyra þarna, ég elska að praktísera á fólkinu,“ segir Solla. Sú eina sem hefur fengið að fara með hníf inn á Litla-Hraun Þá segir Solla að hluti af starfinu sé að vera meira en bara kokkur fyrir þá sem eru í meðferð í Krýsuvík. Henni finnist félagslegi hluti starfsins mjög mikilvægur líka, enda sé hún mikil félagsvera. Þá finnist henni gott að geta hjálpað fólki og hafi lengi fundist. Þannig hafi hún til að mynda haldið námskeið á Litla-Hrauni fyrir allmörgum árum. „Sú eina sem fékk að fara með hníf og blandara þangað inn.“
Bakaríið Fíkn Matur Hafnarfjörður Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira