Heimsmeistarinn hissa en samt ekki eftir afar óvænt fall úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 10:30 Ruta Meilutyte var vonsvikin eftir frammistöðu sína í 100 metra bringusundinu í dag. Getty/Quinn Rooney Óvænt tíðindi urðu á heimsmeistaramótinu í sundi í morgun þegar litháenska sunddrottningin Ruta Meilutyte féll úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds, en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn. Sund Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Meilutyte, sem er 26 ára, átti heimsmetið í greininni fram til ársins 2017 og varð heimsmeistari í Japan í fyrrasumar. Hún hefur verið gríðarlega sigursæl frá því að hún varð ólympíumeistari í London 2012, aðeins 15 ára gömul, ef frá eru skilin tvö ár 2019-2021 þegar hún var í keppnisbanni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Eftir bannið hefur Meilutyte unnið þrjá heimsmeistaratitla og ein bronsverðlaun, í 50 og 100 metra bringusundi. Það kom því gríðarlega á óvart að hún næði ekki í gegnum undanrásirnar í dag en hún varð í 17. sæti á 1 mínútu og 7,79 sekúndum, einu sæti frá undanúrslitum og meira en þremur sekúndum frá sigurtíma sínum í Japan í júlí í fyrra. Kom á óvart en samt ekki Í samtali við fjölmiðla eftir keppni í dag viðurkenndi Meilutyte að hún væri vonsvikin en vildi ekki gera meira úr málinu. „Ég var bæði hissa og ekki, því undanfarið hef ég verið nálægt þessum tíma í morgunsundi. Þetta kom mér ekki á óvart en kom samt á óvart á sama tíma því ég er vön því að synda í undanúrslitum,“ sagði Meilutyte og vildi ekki kenna því um að um óvenjulegan árstíma væri að ræða fyrir HM. „Ég kenni engu um. Svona er þetta bara. Sundið var einfalt. Maður getur reynt að rekja aftur ástæður fyrir öllu alveg til fæðingar en ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er allt í góðu,“ sagði Meilutyte sem hefur marga fjöruna sopið og var einn af keppinautum Hrafnhildar Lúthersdóttur þegar hún var á hátindi síns ferils. Getur enn varið titilinn í stysta sundinu Meilutyte á þó enn möguleika á að verja heimsmeistaratitil sinn í 50 metra bringusundi á mótinu, sem fram fer í Katar. HM er á óvenjulegum tíma í ár vegna Ólympíuleikanna í París í sumar og er misjafnt hvort besta sundfólk heims mætir til Katar eða sleppir því. Sundfólk ársins 2023 á Íslandi, Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, er til að mynda ekki með á HM í ár. Eini fulltrúi Íslands er því Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH sem keppir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún keppir í 50 metra flugsundi á föstudaginn og svo 50 metra skriðsundi á laugardaginn.
Sund Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira