Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:00 Í nýjasta þætti Útkalls verða áhorfendur vitni að því þegar Vigdís Elíasdóttir og Bogi Arnarsson hittast á ný, 33 árum eftir að Bogi bjargaði lífi Vigdísar. Vísir „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Bogi, ásamt áhöfn TF-SIF, bjargaði lífi Vigdísar og sjö annarra árið 1991 þegar Steindór GK 101 strandaði í brimi og stórgrýti undir Krísuvíkurbergi. Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt Boga eftir slysið. Óttar hafði rétt áður beðið Vigdísi um að loka augunum og segja hvað hún hefur í gegnum tíðina hugsað til flugstjórans sem bjargaði henni. „Ég finn fyrir óumræðilegu þakklæti fyrir það hversu hæfur hann var í starfi. Þú þarft að kunna vel á vélina þína til þess að geta gert það sem þú gerðir,“ segir Vigdís meðal annars með lokuð augun á meðan Bogi gengur rólega að henni. Þegar hún opnar augun verður hún allsendis hissa og fyllist þakklæti er hún sér bjargvætt sinn standa við hlið hennar. Vigdís átti síst af öllu von á að bjargvættur hennar ætti eftir að birtast í lok viðtalsins.Vísir Beið og bað til guðs Steindór GK 101 hafði strandað undir Krísuvíkurbergi og barðist báturinn til og frá í miklu brimi þegar Sævar Ólafsson skipstjóri sendi út neyðarkall. Áhöfn TF-SIF hraðaði sér á staðinn en á meðan hentist fólkið, átta manna áhöfn, til og frá í brúnni þar sem það stóð og reyndi að halda sér. Sjór hafði flætt inn í allt skipið, brotið rúður, tæki og hurðar. Einn í áhöfninni slasaðist. Vigdís var háseti á Steindóri á þessum tíma, 21 árs gömul. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér leið. En maður gat ekki gert neitt. Við vorum þarna í þessum aðstæðum og þurftum að bjarga okkur, og standa ölduna, því báturinn gekk fram og til baka. Hann lagðist alltaf yfir á bakborðshliðina og til baka aftur því aldan var svolítið þung. Þó það væri kannski ekki brjálað rok eða óveður, þá var straumþungi og aldan var stór og velti bátnum og hann var kominn alveg þvert upp fyrir bjargað. Þannig að hann valt talsvert mikið,“ segir hún. Vigdís rifjar upp aðstæðurnar þennan örlagaríka dag, þar sem áhöfnin gat ekkert gert nema bíða og vona.Vísir Hún rifjar upp þessa stund, þar sem áhöfnin var þarna innilokuð og gat hvergi farið. „Maður fer að hugsa allskonar; maður biður til guðs að þetta verði allt í lagi, og ég bað bara um það yrði allt í lagi með okkur öll. Maður þurfti bara að bíða. Við vissum ekkert hvort eða hvenær einhver kæmi. Við vissum af bátunum þarna fyrir utan af því að sambandið rofnaði við bátana. Ég man að ég hugsaði: Ég vona að mamma upplifi þetta ekki. Af því að hún átti það til að skynja hluti og finna. Maður hugsaði bara: Góði guð, ég vona að við fáum að fara heim. En við tökum því sem að höndum ber.“ Þegar þyrlan kom á staðinn var mjög erfitt var um vik. TF-SIF, sem var eina björgunarþyrla landsmanna á þeim tíma, var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Heyrði óminn í þyrlunni „Upphaflega hélt ég að þetta yrði frekar auðvelt. Veðrið var ekki það slæmt; smá vindur og kannski tíu, fimmtán hnútar. Þegar maður kemur, þá sjáum við að það liggur alveg uppi í berginu og veltist á milli borða. Þá sáum við strax hvað þetta var alvarlegt,“ rifjar Bogi upp í þættinum. Í kjölfarið var ákveðið að létta á þyrlunni, og læknirinn og sigmaðurinn voru því látnir fara upp á bjargbrún Vigdís rifjar einnig upp augnablikið þegar hún heyrði þyrluna nálgast og hún heyrði óminn. „Svo kemur hún og hljóðið var ærandi. Alltaf þegar ég heyri þyrluhljóð í dag þá kviknar á einhverju hjá mér. Það er svo ótrúlegt; það er eitthvað í undirmeðvitundinni sem fer af stað.“ Í kjölfarið var farið í að reyna að hífa skipbrotsmennina um borð í þyrluna. „Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi. Bogi lýsir gríðarlegum létti sem hann fann fyrir þegar tekist hafði að koma áhöfninni í land.Vísir Flugstjórinn varð þá að ,,mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Það var falleg og tilfinningaþrungin stund þegar þau Vigdís og Bogi voru sameinuð á ný.Vísir Ótrúlegur léttir Í dagrenningu hafði tekist að koma allri áhöfninni upp á bergið í þremur ferðum. „Um leið og þetta var búið, við vorum búin að taka seinasta manninn og koma honum upp, þá létti manni alveg rosalega. Ég man að ég horfði á bátinn, sem skoppaði þarna fram og aftur í briminu, og maður bara þakkaði fyrir það að fólkið væri laust úr þessu,“ segir Bogi og bætir við: „Fyrsti feginleikinn fer yfir mann þegar maður er búinn að bjarga öllum og allir eru komnir upp. Þetta var eins og alltaf eftir björgun; ákveðin vellíðunartilfinning sem fer um mann og maður hugsar: Jæja þetta tókst þó allavega vel, það eru allir heilir.“ Í þættinum verða áhorfendur síðan vitni að því þegar Bogi og Vigdís hittast á ný og fallast í faðma, 33 árum eftir þennan örlagaríka dag, og Vigdís þakkar Boga fyrir björgunina með innilegu faðmlagi og fallegum orðum. „Ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir ykkur, og þig," segir hún við Boga. „Mér fannst það virkilega gaman að hitta hana, það var kominn tími til eftir allan þennan tíma. Þetta var tilfinningaríkt,“ segir Bogi. Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan. Útkall Tengdar fréttir Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 „Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00 „Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11 Mest lesið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Sjá meira
Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Bogi, ásamt áhöfn TF-SIF, bjargaði lífi Vigdísar og sjö annarra árið 1991 þegar Steindór GK 101 strandaði í brimi og stórgrýti undir Krísuvíkurbergi. Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt Boga eftir slysið. Óttar hafði rétt áður beðið Vigdísi um að loka augunum og segja hvað hún hefur í gegnum tíðina hugsað til flugstjórans sem bjargaði henni. „Ég finn fyrir óumræðilegu þakklæti fyrir það hversu hæfur hann var í starfi. Þú þarft að kunna vel á vélina þína til þess að geta gert það sem þú gerðir,“ segir Vigdís meðal annars með lokuð augun á meðan Bogi gengur rólega að henni. Þegar hún opnar augun verður hún allsendis hissa og fyllist þakklæti er hún sér bjargvætt sinn standa við hlið hennar. Vigdís átti síst af öllu von á að bjargvættur hennar ætti eftir að birtast í lok viðtalsins.Vísir Beið og bað til guðs Steindór GK 101 hafði strandað undir Krísuvíkurbergi og barðist báturinn til og frá í miklu brimi þegar Sævar Ólafsson skipstjóri sendi út neyðarkall. Áhöfn TF-SIF hraðaði sér á staðinn en á meðan hentist fólkið, átta manna áhöfn, til og frá í brúnni þar sem það stóð og reyndi að halda sér. Sjór hafði flætt inn í allt skipið, brotið rúður, tæki og hurðar. Einn í áhöfninni slasaðist. Vigdís var háseti á Steindóri á þessum tíma, 21 árs gömul. „Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér leið. En maður gat ekki gert neitt. Við vorum þarna í þessum aðstæðum og þurftum að bjarga okkur, og standa ölduna, því báturinn gekk fram og til baka. Hann lagðist alltaf yfir á bakborðshliðina og til baka aftur því aldan var svolítið þung. Þó það væri kannski ekki brjálað rok eða óveður, þá var straumþungi og aldan var stór og velti bátnum og hann var kominn alveg þvert upp fyrir bjargað. Þannig að hann valt talsvert mikið,“ segir hún. Vigdís rifjar upp aðstæðurnar þennan örlagaríka dag, þar sem áhöfnin gat ekkert gert nema bíða og vona.Vísir Hún rifjar upp þessa stund, þar sem áhöfnin var þarna innilokuð og gat hvergi farið. „Maður fer að hugsa allskonar; maður biður til guðs að þetta verði allt í lagi, og ég bað bara um það yrði allt í lagi með okkur öll. Maður þurfti bara að bíða. Við vissum ekkert hvort eða hvenær einhver kæmi. Við vissum af bátunum þarna fyrir utan af því að sambandið rofnaði við bátana. Ég man að ég hugsaði: Ég vona að mamma upplifi þetta ekki. Af því að hún átti það til að skynja hluti og finna. Maður hugsaði bara: Góði guð, ég vona að við fáum að fara heim. En við tökum því sem að höndum ber.“ Þegar þyrlan kom á staðinn var mjög erfitt var um vik. TF-SIF, sem var eina björgunarþyrla landsmanna á þeim tíma, var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Heyrði óminn í þyrlunni „Upphaflega hélt ég að þetta yrði frekar auðvelt. Veðrið var ekki það slæmt; smá vindur og kannski tíu, fimmtán hnútar. Þegar maður kemur, þá sjáum við að það liggur alveg uppi í berginu og veltist á milli borða. Þá sáum við strax hvað þetta var alvarlegt,“ rifjar Bogi upp í þættinum. Í kjölfarið var ákveðið að létta á þyrlunni, og læknirinn og sigmaðurinn voru því látnir fara upp á bjargbrún Vigdís rifjar einnig upp augnablikið þegar hún heyrði þyrluna nálgast og hún heyrði óminn. „Svo kemur hún og hljóðið var ærandi. Alltaf þegar ég heyri þyrluhljóð í dag þá kviknar á einhverju hjá mér. Það er svo ótrúlegt; það er eitthvað í undirmeðvitundinni sem fer af stað.“ Í kjölfarið var farið í að reyna að hífa skipbrotsmennina um borð í þyrluna. „Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi. Bogi lýsir gríðarlegum létti sem hann fann fyrir þegar tekist hafði að koma áhöfninni í land.Vísir Flugstjórinn varð þá að ,,mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Það var falleg og tilfinningaþrungin stund þegar þau Vigdís og Bogi voru sameinuð á ný.Vísir Ótrúlegur léttir Í dagrenningu hafði tekist að koma allri áhöfninni upp á bergið í þremur ferðum. „Um leið og þetta var búið, við vorum búin að taka seinasta manninn og koma honum upp, þá létti manni alveg rosalega. Ég man að ég horfði á bátinn, sem skoppaði þarna fram og aftur í briminu, og maður bara þakkaði fyrir það að fólkið væri laust úr þessu,“ segir Bogi og bætir við: „Fyrsti feginleikinn fer yfir mann þegar maður er búinn að bjarga öllum og allir eru komnir upp. Þetta var eins og alltaf eftir björgun; ákveðin vellíðunartilfinning sem fer um mann og maður hugsar: Jæja þetta tókst þó allavega vel, það eru allir heilir.“ Í þættinum verða áhorfendur síðan vitni að því þegar Bogi og Vigdís hittast á ný og fallast í faðma, 33 árum eftir þennan örlagaríka dag, og Vigdís þakkar Boga fyrir björgunina með innilegu faðmlagi og fallegum orðum. „Ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir ykkur, og þig," segir hún við Boga. „Mér fannst það virkilega gaman að hitta hana, það var kominn tími til eftir allan þennan tíma. Þetta var tilfinningaríkt,“ segir Bogi. Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.
Útkall Tengdar fréttir Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 „Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00 „Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11 Mest lesið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Sjá meira
Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01
Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00
„Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég“ „Ég var sannfærð um að þetta væri búið. Ég beygði mig niður og hugsaði: Nú dey ég. Nú komu hræðileg högg sem sögðu mér að vélin væri að brotlenda. Hún sleikti trjátoppana.“ 4. febrúar 2024 07:00
„Ég get ekki meir“ „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. 31. janúar 2024 09:11