Búin að hugsa mikið um skyldubundna gagnkynhneigð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 20:23 Lóa Björk er Einhleypa vikunnar. Melkora Embla Hjartardóttir „Ég er búin að vera að hugsa mikið um ástina og sambönd. Skyldubundna gagnkynhneigð, hvernig samfélagið er hannað í kringum fólk af gagnstæðu kyni í parasambandi, sem eignast börn og hús. Það er alveg mjög áhugavert að verða þrítug á Íslandi og vera ekki í þessum pakka,“ segir Lóa Björk Björnsdóttir, útvarpskona á Rás 1 og sviðslistakona. Lóa Björk situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Einhleypan. Lóa fékk þá hugmynd að halda uppistandssýningu á Röntgen á sjálfan Valentínusardaginn þar sem þessar tilfinningar eru skoðaðar. „Það getur verið gott að hlæja að sársauka. En sýningin er tileinkuð einhleypum og einmana fólki. Mig langar nefnilega að verða hjúskaparmiðlari og dreymir um að koma fólki saman, losa fólk úr viðjum einmanaleikans,“ segir Lóa kímin. Hver er Lóa? Lagið þarna, I'm a bitch, I'm a lover, I'm a child, I'm a mother, I'm a sinner, I'm a saint, I do not feel ashamed… kom strax upp í hugann. En svo er auðvitað ekkert af þessu satt. Ég er ekki móðir, og ekki elskhugi. Og ég upplifi alveg skömm. En samt gott lag, vildi að það væri meiri sannleikur í því fyrir mig. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vil ekki hugsa um það, en takk fyrir að spyrja. Aldur? Nýorðin 31 árs. Starf? Ég er útvarpskona á Rás 1. Ég sé um Lestina. Það er ógeðslega gaman og besta vinna sem ég hef verið í. Áhugamál? Klifur, mér finnst líka gaman að búa hluti til, t.d. hekla. Svo hef ég alltaf einhverjar bækur í kringum mig. Oft er ég ekkert endilega að lesa þær en ég er alltaf með eina í töskunni. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það hefur aldrei neitt festst. Lóa er líka svo stutt nafn. Aldur í anda? Milljón ára. Menntun? Ég er með hina víðfrægu B.A. gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég myndi stela hlaðvarpsnafni Uglu Egils og Sögu Garðars og skýra hana Ástin og leigumarkaðurinn. Guilty pleasure kvikmynd? The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já. Endalaust og alltaf. Páll Óskar og Elton John voru love of my life þegar ég barn. Ég var mega-fan af þeim og hringdi í útvarpið til að fá Can You Feel the Love Tonight spilað.. Ég er með ákveðna týpu. Ég elska tónlistarmenn. Þegar ég var komin í unglingadeild var það Retro Stefson hljómsveitin eins og hún lagði sig. Held að þetta séu í grunninn týpurnar mínar, syngjandi og dansandi yndislegir karlmenn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það geri ég ekki. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei ég syng ekki í sturtu en ég syng með öllum lögum í útvarpinu. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ekkert app er í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst öpp ömurleg. Ertu á stefnumótaforritum? Já því miður er ég það. En ég er ekki virk eins og er og tek þessu ekki neitt sérstaklega alvarlega, enda gera það fæstir. Þetta eru bara leikir í símanum og það hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að þessi forrit gera fólki í raun erfiðara fyrir að finna ástina. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Handsterk, dagdreymin, ég veit það ekki. Ég skil ekki þessa þriggja orða pælingu. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég veit það ekki en vonandi er það meira jákvætt en neikvætt. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Hjálpsemi til dæmis. Til dæmis fólk sem heldur hurðinni opinni. Flott líka að bjóða góðan daginn til dæmis í verslunum. Líka gaman að hitta góða gestgjafa. Og mér finnst líka gaman þegar fólk er forvitið um aðra og áhugasamt um eitthvað fleira en sitt eigið líf og tene ferðir. En óheillandi? Mér finnst ekki gaman að hlusta á fólk kvarta. Ég kvarta alveg stundum sjálf en mér finnst ógeðslega leiðinlegt að verða sjálf fyrir kvarti. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Svanur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Aftur er það talan þrír. Það væri miklu léttara að velja einhvern einn bara til að bjóða í mat. Ég myndi bjóða Guð, Jesú og Maríu mey í mat. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Því miður. Lóa Björk Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að spjalla við fólk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegt að fara út með rusl og endurvinnslu. Mér finnst líka leiðinlegt að horfa á annað fólk spila tölvuleiki. Ertu A eða B týpa? Bara bæði. Hvernig viltu eggin þín? Fryst. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég vil gleyma því í korter og drekka það svo kalt. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer á Röntgen, 12 tóna og Kaffibarinn. Ertu með einhvern bucket lista? Nei en ég er með to-do lista. Draumastefnumótið? Í loftbelg í ölpunum. Djók. Ég á ekkert draumastefnumót, en ég á draumabrúðkaup. Mig langar ekkert að fara á milljón stefnumót með einhverjum ókunnugum í Sky Lagoon. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Nei ég geri aldrei neitt vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Örugglega Shameless, enda var ég að uppgötva þessa þætti og horfi mikið á þá þessa daganna. Hvaða bók lastu síðast? Davíð Wunderbar eftir Hákon J. Behrens. Og hún er mjög skemmtileg. Hvað er Ást? Tilgangur lífsins. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík. 7. febrúar 2024 21:22 „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01 Stjörnulögfræðingur í kossaflensi á rauðu ljósi Þótt að kuldinn hafi ráðið ríkjum á landi íss undanfarna daga þá kunna Íslendingar ráð við því. Eitt er að knúsa ástina sína og jafnvel kyssa á rauðu ljósi, sem skyndilega breytist í grænt. 6. febrúar 2024 20:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Lóa Björk situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Einhleypan. Lóa fékk þá hugmynd að halda uppistandssýningu á Röntgen á sjálfan Valentínusardaginn þar sem þessar tilfinningar eru skoðaðar. „Það getur verið gott að hlæja að sársauka. En sýningin er tileinkuð einhleypum og einmana fólki. Mig langar nefnilega að verða hjúskaparmiðlari og dreymir um að koma fólki saman, losa fólk úr viðjum einmanaleikans,“ segir Lóa kímin. Hver er Lóa? Lagið þarna, I'm a bitch, I'm a lover, I'm a child, I'm a mother, I'm a sinner, I'm a saint, I do not feel ashamed… kom strax upp í hugann. En svo er auðvitað ekkert af þessu satt. Ég er ekki móðir, og ekki elskhugi. Og ég upplifi alveg skömm. En samt gott lag, vildi að það væri meiri sannleikur í því fyrir mig. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vil ekki hugsa um það, en takk fyrir að spyrja. Aldur? Nýorðin 31 árs. Starf? Ég er útvarpskona á Rás 1. Ég sé um Lestina. Það er ógeðslega gaman og besta vinna sem ég hef verið í. Áhugamál? Klifur, mér finnst líka gaman að búa hluti til, t.d. hekla. Svo hef ég alltaf einhverjar bækur í kringum mig. Oft er ég ekkert endilega að lesa þær en ég er alltaf með eina í töskunni. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það hefur aldrei neitt festst. Lóa er líka svo stutt nafn. Aldur í anda? Milljón ára. Menntun? Ég er með hina víðfrægu B.A. gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég myndi stela hlaðvarpsnafni Uglu Egils og Sögu Garðars og skýra hana Ástin og leigumarkaðurinn. Guilty pleasure kvikmynd? The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já. Endalaust og alltaf. Páll Óskar og Elton John voru love of my life þegar ég barn. Ég var mega-fan af þeim og hringdi í útvarpið til að fá Can You Feel the Love Tonight spilað.. Ég er með ákveðna týpu. Ég elska tónlistarmenn. Þegar ég var komin í unglingadeild var það Retro Stefson hljómsveitin eins og hún lagði sig. Held að þetta séu í grunninn týpurnar mínar, syngjandi og dansandi yndislegir karlmenn. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei það geri ég ekki. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei ég syng ekki í sturtu en ég syng með öllum lögum í útvarpinu. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ekkert app er í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst öpp ömurleg. Ertu á stefnumótaforritum? Já því miður er ég það. En ég er ekki virk eins og er og tek þessu ekki neitt sérstaklega alvarlega, enda gera það fæstir. Þetta eru bara leikir í símanum og það hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að þessi forrit gera fólki í raun erfiðara fyrir að finna ástina. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Handsterk, dagdreymin, ég veit það ekki. Ég skil ekki þessa þriggja orða pælingu. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég veit það ekki en vonandi er það meira jákvætt en neikvætt. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Hjálpsemi til dæmis. Til dæmis fólk sem heldur hurðinni opinni. Flott líka að bjóða góðan daginn til dæmis í verslunum. Líka gaman að hitta góða gestgjafa. Og mér finnst líka gaman þegar fólk er forvitið um aðra og áhugasamt um eitthvað fleira en sitt eigið líf og tene ferðir. En óheillandi? Mér finnst ekki gaman að hlusta á fólk kvarta. Ég kvarta alveg stundum sjálf en mér finnst ógeðslega leiðinlegt að verða sjálf fyrir kvarti. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Svanur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Aftur er það talan þrír. Það væri miklu léttara að velja einhvern einn bara til að bjóða í mat. Ég myndi bjóða Guð, Jesú og Maríu mey í mat. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Því miður. Lóa Björk Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að spjalla við fólk. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegt að fara út með rusl og endurvinnslu. Mér finnst líka leiðinlegt að horfa á annað fólk spila tölvuleiki. Ertu A eða B týpa? Bara bæði. Hvernig viltu eggin þín? Fryst. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég vil gleyma því í korter og drekka það svo kalt. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer á Röntgen, 12 tóna og Kaffibarinn. Ertu með einhvern bucket lista? Nei en ég er með to-do lista. Draumastefnumótið? Í loftbelg í ölpunum. Djók. Ég á ekkert draumastefnumót, en ég á draumabrúðkaup. Mig langar ekkert að fara á milljón stefnumót með einhverjum ókunnugum í Sky Lagoon. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Nei ég geri aldrei neitt vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Örugglega Shameless, enda var ég að uppgötva þessa þætti og horfi mikið á þá þessa daganna. Hvaða bók lastu síðast? Davíð Wunderbar eftir Hákon J. Behrens. Og hún er mjög skemmtileg. Hvað er Ást? Tilgangur lífsins.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík. 7. febrúar 2024 21:22 „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01 Stjörnulögfræðingur í kossaflensi á rauðu ljósi Þótt að kuldinn hafi ráðið ríkjum á landi íss undanfarna daga þá kunna Íslendingar ráð við því. Eitt er að knúsa ástina sína og jafnvel kyssa á rauðu ljósi, sem skyndilega breytist í grænt. 6. febrúar 2024 20:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík. 7. febrúar 2024 21:22
„Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Leikarinn og húmoristinn Starkaður Pétursson lýsir sjálfum sér sem spjátrungi úr Hafnarfirði í tilvistarkreppu sem finnst ekkert betra en að sitja í heitum potti, hlusta á undarlega tónlist og reyna að koma fólki til að hlæja, með misjöfnum árangri. 29. janúar 2024 20:01
Stjörnulögfræðingur í kossaflensi á rauðu ljósi Þótt að kuldinn hafi ráðið ríkjum á landi íss undanfarna daga þá kunna Íslendingar ráð við því. Eitt er að knúsa ástina sína og jafnvel kyssa á rauðu ljósi, sem skyndilega breytist í grænt. 6. febrúar 2024 20:01