Ljósleiðaradeildin í beinni: Tveir leikir á dagskrá og línur að leggjast fyrir lokakvöldið Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 19:15 Ruflu, Allee, PolishWonder og Asiii eiga skráða leiki í kvöld. Næstsíðasta umferð tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike klárast í kvöld. Ljóst er að mikið er í húfi fyrir liðin en ekkert lið í efstu sjö sætunum hefur tryggt sæti sitt. Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn
Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið. Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir. Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn