Ármann tryggðu sér þriðja sætið með sigri gegn Young Prodigies Snorri Már Vagnsson skrifar 15. febrúar 2024 21:36 (f.v.) Arnar "Vargur" Hólm, Ólafur "Ofvirkur" Barði og Guðbjartur "Guddi" Þorkell. Ármann sigruðu lið Young Prodigies í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Ármann eru nú búnir að tryggja sér þriðja sætið, en Saga, sem er í fjórða sæti, á ekki lengur séns á að ná þeim. Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti
Upphaf leiks einkenndist af tæknilegum vandamálum hjá Ármanni, þar sem Hundzi virtist eiga í vandræðum með leikjamús sína. Milli þess sem Ármann tóku tæknilegar pásur sigruðu Young Prodigies upphafsloturnar og komust í 3-0 áður en Ármann sigruðu sína fyrstu lotu. Eftir að greiða úr tæknilegum örðugleikum náðu Ármann að koma sér inn í leikinn að nýju og í tíundu lotu jöfnuðu þeir leikinn í 5-5 eftir að hafa verið undir fram að því. Í kjölfarið tóku þeir forystuna, 5-6. Young Prodigies sigruðu síðustu lotu hálfleiks og fóru liðin því jöfn til hálfleiks. Staðan í hálfleik: Young Prodigies 6-6 Ármann Ármann hófu seinni hálfleik vel og komust í 6-8 en Young Prodigies náðu forystunni að nýju með fjórum sigrum í röð, 10-8. Fljótt fór þó undan fæti að halla hjá ungu liði Young Prodigies, en Ármann sigruðu lotur trekk í trekk og raunar sigruðu þeir allar loturnar sem eftir voru af leiknum. Lokatölur: Young Prodigies 10-13 Ármann Ármann hafa því, eins og kom áður fram, tryggt sér þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á þessu tímabili. Young Prodigies munu svo spila úrslitaleik um sjötta sæti gegn FH á laugardaginn, en liðin eru jöfn í 6-7 sæti með 16 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti