Greint var frá því á vefsíðu McCartney í morgun að bassinn hefði fundist í kjölfar þess að verkefninu Lost bass project var ýtt úr vör í fyrra. Höfner, framleiðandi bassans, hafi staðfest að um bassa McCartneys sé að ræða og hann sé ótrúlega þakklátur öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.
Í frétt The Guardian um málið segir að bassinn sé verðmetinn á allt að tíu milljónir punda, sem samsvarar um 1,75 milljörðum króna. Ungur maður að nafni Ruaidhri Guest, hafi deilt mynd af bassanum á samfélagsmiðlinum X og sagst hafa erft gripinn. Bassanum hefði þegar verið skilað til eiganda hans.
Guest birti aðra færslu í dag þar sem hann sagði að yfirlýsingar sé að vænta frá fjölskyldu hans, en henni hafi borist holskefla viðtalsbeiðna frá fjölmiðlum vegna málsins.
Another statement from me and my family regarding the recent news pic.twitter.com/m45GrAXFgz
— Rassilon Productions (Ruaidhri Guest) (@RassilonP) February 16, 2024