Lífið

VÆB og Aníta komust á­fram í Söngva­keppninni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Gleðin leyndi sér ekki þegar úrslitin voru tilkynnt. Aníta Rós og VÆB keppa til úrslita í mars.
Gleðin leyndi sér ekki þegar úrslitin voru tilkynnt. Aníta Rós og VÆB keppa til úrslita í mars. mummi lú

Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi.

Lagið Bíómynd með hljómsveitinni VÆB var kosið áfram, auk lagsins Stingum af með Anítu. Lagið Bíómynd er samið og flutt af bræðrunum Hálfdáni Helga og Matthíasi Davíð Matthíassonum. Lagið Stingum af er flutt af Anítu og samið af Ásdísi Maríu Viðarsdóttur og Jake Tench. Íslenskan texta samdi Ásdís María. Flutning þeirra má finna á vefsíðu RÚV

Önnur framlög sitja eftir, nánar tiltekið lagið RÓ með Ceastone, Sjá þig með Blankiflur og Fiðrildi með Sunny. 

Hér að neðan má sjá myndir frá keppninni í kvöld. Söngvakeppnin sjálf hefur að vísu fallið í skugga umræðu um sniðgöngu Eurovision, en hávær krafa hefur verið uppi um að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna þátttöku Ísraels og árása þeirra á Gasa-svæðinu. 

Aníta Rós í góðum gír á sviðinu. mummi lú
Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson, eða CeaseTone, var annar á svið með lagið Ró.mummi lú
Inga Birna Friðjónsdóttir flutti lagið Sjá þigmummi lú
Sunna Kristinsdóttir sem kemur fram undir listamannsnafninu SUNNY.mummi lú
„Líf mitt er bíómynd,“ syngja þeir bræður. mummi lú
Aníta og föruneyti sem keppa til úrslita í mars. mummi lú
VÆB og föruneyti þess eftir að úrslit voru tilkynnt.Mummi Lú

Tengdar fréttir

Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael

Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×