Lífið

Magnús Kjartan greindist með hvít­blæði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Magnús Kjartan Eyjólfsson. 
Magnús Kjartan Eyjólfsson.  Aðsend

Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, hefur greinst með hvítblæði.

Frá þessu greinir unnusta Magnúsar, Sigríður Jónsdóttir á Facebook og bætir því við að greiningin hafi að öllum líkindum átt sér stað á byrjunarstigi. Fyrir það séu þau þakklát.

„En það breytir ekki þeirri staðreynd að framundan er allskonar. Hann er á Blóð- og krabbameinsdeild við Hringbraut, þar sem hann verður næsta mánuðinn í það minnsta,“ skrifar Sigríður. 

„En vissulega smá skjálfti í okkur, en við erum með skýra sýn á það hvað markmiðið er, og það er að koma sterkari út úr þessu saman og senda þetta krabbamein beinustu leið til helvítis, og Maggi okkar mun standa uppi sem sigurvegarinn sem hann er!

Við finnum stuðninginn, og tökum þessu verkefni af fullum þunga-því það vita það allir að þetta er "keppni" og ekkert annað en sigur sem er ásættanleg útkoma!“ skrifar Sigríður í færslunni

Magnús Kjartan notið mikilla vinsælda í Stuðlabandinu, auk þess sem hann hefur stýrt brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðin þrjú ár með glæsibrag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×