Anna Maggý lýsir sjálfri sér sem framkvæmdaglöðum, hvatvísum og ástríðufullum introvert með ADHD sem veit fátt betra en að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika.
Hér að neðan svarar Anna Maggý spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan.
Hvað hefurðu verið að gera síðustu mánuði? Ég her verið að taka myndir, leikstýra og halda sýningar. Á síðasta ári hélt ég tíu sýningar víða um heiminn. L.A art show, Chart Art Fair í Danmörku og hér og þar.
Aldur? 28 ára.
Starf? Ljósmyndari, listamaður og leikstjóri.
Áhugamál? Tónlist og ljósmyndun. Síðan er ég nýfallin fyrir UFO/UAP og mæli með að tékka á boadcasti hjá Bergdísi Guðnadóttir þar sem hún kafar í afbrigðileg fyrirbæri, UAP Iceland.
Gælunafn eða hliðarsjálf? Alltaf Anna Maggý.

Aldur í anda? 82 ára.
Menntun? Rekin úr píanókennslu, rekin úr menntaskóla og rekin úr Ljósmyndaskólanum.
Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? May the bridges i burn light the way (djók).
Guilty pleasure kvikmynd? Ekkert guilty pleasure, allt pleasure!
Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?
Sjúklega skotin í Angelinu Jolie.
Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ég tala stundum við sjálfa mig í þriðju persónu, aðallega þegar ég skamma mig.

Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Aldrei.
Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram.
Ertu á stefnumótaforritum? Nei.
Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Framkvæmdaglöð, ástríðufull og hvatvís.
Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hugmyndamaskína, góð og góð í að draga fólk með mér í vitleysu.
Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Fólk sem er gott í gegn, einlægt, klárt, metnaðarfullt og veit hvað það vill.
En óheillandi? Hroki, kassalaga og borðar hratt.
Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Svartur svanur eða hlébarði.
Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég er introvert, myndi helst vilja vini mína.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hugsa og fá hugmyndir, framkvæma og sjá þær verða til. Og rugla og bulla.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég er ADHD manneskja sem er mjög kaotísk. Tiltekt og bókhald.
Ertu A eða B týpa? Fer eftir flæðinu og hvernig verkefnin leggja sig. Stundum C týpa.

Hvernig viltu eggin þín? Fryst.
Hvernig viltu kaffið þitt? Cappuccino.
Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég er alveg hætt að kíkja út, annars er ratarinn stuttur Kastup og Röntgen.
Ertu með einhvern bucket lista? Í ár er það Antarctica og Grænland. Síðan mótorhjólapróf.
Draumastefnumótið? Fáir í kring með einhverri skemmtilegri.
Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég er lesblind og ruglast rosalega, það er gert mikið grín að mér og ég hef gaman að því.
Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Love is Blind.
Hvaða bók lastu síðast? Rememberings; Sinead O’connor
Hvað er Ást?
Það sem skiptir mestu máli í þessu lífi.