Lífið

Jógastaða vikunnar: Finndu kyrrðina í jafn­væginu

Helena Rakel Jóhannesdóttir skrifar
Þóra Rós kennir lesendum Vísis jógastöðu vikunnar annan hvern þriðjudag.
Þóra Rós kennir lesendum Vísis jógastöðu vikunnar annan hvern þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. Í þessum þætti heldur Þóra Rós áfram að fræða lesendur um jafnvægi. 

Þóra Rós mælir með því að gera örlítið af jóga á hverjum degi, hún segir að það skiptir máli að hlusta á líkamann og taka eftir því hvað hann kallar á. Hún mælir frekar með að fara styttra inn í stöðurnar og gera þær oftar heldur en að fara of geyst af stað.

Klippa: Jógastaða vikunnar - Jafnvægi 2

„Þetta er jafnvægisflæði fyrir Stríðsmann III. Þyngdin á að vera í fremri fæti og fara varlega þegar við beygjum hnén. Lyfta aftari fætinum hægt og rólega og á meðan erum við að lengja hrygginn og horfa á einn punkt beint fyrir framan okkur. Þessi staða styrkir kjarnann og bætir jafnvægið, við erum einnig að styrkja lærvöðvana og ökklana.“ Segir Þóra

Hún segir að það sé allt í lagi að beygja hnéð á stöðufætinum örlítið til að byrja með. Það skipti ekki máli hversu hátt fóturinn lyftist upp, það skipti meira máli að lengja efri parts líkamans og ná tökum á jafnvæginu, finna kyrrðina í stöðunni og anda djúpa og góða andadrætti.

Fleiri þætti af Jógastöðu vikunnar má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.

Þóra er með POP-UP YOGA , þann 29.Febrúar kl 20.00. Djúpar teygjur og djúpslökun hægt er að skrá sig í tímann á heimasíðunni hennar https://101yoga.is/pop-up-yoga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.