Ekkert Jordan-móment hjá Elvari: „Það var einhver misskilningur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Elvar Már Friðriksson er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir framan fulla Laugardalshöll í kvöld. Vísir/Vilhelm Elvar Már Friðriksson er ánægður með lífið í Grikklandi þar sem hann hefur spilað með PAOK Þessalóníku í vetur. Elvar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira