Ekkert Jordan-móment hjá Elvari: „Það var einhver misskilningur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Elvar Már Friðriksson er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir framan fulla Laugardalshöll í kvöld. Vísir/Vilhelm Elvar Már Friðriksson er ánægður með lífið í Grikklandi þar sem hann hefur spilað með PAOK Þessalóníku í vetur. Elvar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira