Lífið

Bjarni fær nafna á Bessa­stöðum í Hrúta­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Það gladdi mig mjög að heyra að þau hefðu gefið honum nafnið Bjarni,“ segir Bjarni um nafna sinn.
„Það gladdi mig mjög að heyra að þau hefðu gefið honum nafnið Bjarni,“ segir Bjarni um nafna sinn. Samsett

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, eignaðist nafna í gær. Nafninn fæddist á bænum Bessastöðum í Hrútafirði og er kálfur.

„Í morgun kom þessi snotri kálfur í heiminn að Bessastöðum í Hrútafirði. Við komum við hjá þeim Guðnýju og Jóa í hringferð flokksins. Það gladdi mig mjög að heyra að þau hefðu gefið honum nafnið Bjarni. Virkilega fallegt nafn líka,“ skrifaði Bjarni á Facebook-síðu sinni í gær.

Hann birti jafnframt mynd af nafnanum þar sem hann sést liggjandi í heystakki. Færslan hefur vakið nokkurra athygli. Ummæli við færslu ráðherrans koma meðal annars frá dóttur hans, Margréti Bjarnadóttur, sem tekur undir með föður sínum, nafnið sé virkilega fallegt.

Bændurnir á Bessastöðum hafa svarað færslu Bjarna og segja Bjarna kálf vera stóran og stæðilegan miðað við að vera nýfæddur. Þá kemur fram að foreldrar hans heiti Garpur og Bjútíbína Stælsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×