Lífið

Bashar, Hera Björk og Sigga Ózk komust á­fram

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Úrslitakeppnin verður haldin annan mars næstkomandi.
Úrslitakeppnin verður haldin annan mars næstkomandi. RÚV

Seinni undanúrslit Söngvakeppni sjónvarpsins var haldin í kvöld og komust Hera Björk, Bashar og Sigga Ózk áfram.

Lögin sem kepptu um sæti í úrslitum í kvöld voru Um allan alheiminn, sungið af Siggu Ózk, Þjakaður af ást sungið af Heiðrúnu Önnu, Vestrið villt sungið af Bashar, Fljúga burt, sungið af Maríu Agnesardóttur sem gengur undir listamannanafninu MAIAA og Við förum hærra, sungið af Heru Björk.

Þrír sigurvegarar kvöldsins munu svo etja kappi við dúettinn VÆB með lagið Bíómynd og Anítu Rós með lagið Stingum af í úrslitakeppninni sem haldin verður í Laugardalshöll annan mars næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af keppninni í kvöld.

Heiðrún Anna flutti lagið Þjakaður af ást í kvöld en komst ekki áfram.RÚV

MAIAA syngur lagið sitt Fljúga burt.RÚV

Sellóleikari spilaði undir lag MAIUU.RÚV
Hera Björk söng lagið Við förum hærra.RÚV
Sigga Ózk söng um allan alheiminn í laginu sínu.RÚV
Bashar Murad söng um villta vestrið.RÚV
Hera Björk var öll úti í glimmeri.RÚV





Fleiri fréttir

Sjá meira


×