Vopnfirðingurinn skaut öllum ref fyrir rass á sögulegum viðburði Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 22:31 Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitum. vísir/Bjarni freyr Dilyan Kolev naut sín vel á stóra sviðinu meðal fremstu pílukastara landsins og stóð uppi sem sigurvegari á Akureyri Open, pílukastmóti sem fór fram í Sjallanum um helgina. Þrátt fyrir stífar æfingar í stofunni heima á Vopnafirði átti hann ekki von á sigri. „Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“ Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“
Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira