Afmæliskveðjum rigndi eðli máls samkvæmt yfir leikkonuna vinsælu á samfélagsmiðlum þar sem fylgjendur fengu innsýn í afmælisdag sem virðist hafa verið ansi einstakur. Afmælibarnið brá sér í fargufu, var borin á kóngastól, fékk kór inn í stofu til sín og skellti sér út að borða svo eitthvað sé nefnt.
„Við erum til í að bera þig í kóngastól hvert sem er elsku afmælisdrottning dagsins. Auðvitað áttir þú stórafmæli á Konudaginn! Þú ert konan,“ segir Helga Thors vinkona Nínu í afmæliskveðju á Instagram.
Þar sjást Helga og maður hennar Björn Ólafsson bera afmælisbarnið í kóngastól. Þá var kvennakór mættur í heimsókn á heimili þeirra Nínu og Gísla Arnar Garðarssonar og söng meðal annars Þó líði ár og öld og Heyr himna smiður.
Meðal gesta í boðinu voru Björk Eiðsdóttir og Selma Björnsdóttir æskuvinkonur Nínu, Anna Sigríður Arnarsdóttir og Pétur Blöndal auk Rakelar Garðarsdóttur, systur Gísla Arnar og framleiðanda hjá Vesturporti.
Næsta stóra verkefni Nínu Daggar er að skella sér í hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í sjónvarpsþáttum um forsetann sem Vesturport framleiðir.