Rallkeppni í Nýja-Sjálandi endaði ekki vel um helgina þegar einn bíllinn rann út af veginum og út í á.
Tveir voru í bílnum og létust þeir báðir. Þetta voru hinn fimmtán ára gamli Brooklyn Horan og hinn 35 ára gamli Tyson Jemmett. NZherald segir frá.
Brooklyn var ökumaður bílsins en Jemmett aðstoðarökumaður hans. Áin var vatnsmikil eftir miklar rigningar. Ekki tókst að bjarga mönnunum.
Keppnin hét Arcadia Road Rallysprint og var stutt keppni á malarvegi í Paparoa sem er norðvestur af stærstu borg landsins Auckland.
Though we feel sad on this demise of aspirant racers, aren't it's too early in them to be behind the wheels in racing circuit?@UNRSC@JeanTodt@NHTSAgov@WDRemembrance
— ITISOTHERSIDE (@itisotherside) February 26, 2024
'Promising talent': Teen driver and 'beloved husband' named as victims of rally crash https://t.co/XJsYkSalpw
Umræða hefur skapast um aldurstakmörk enda var Horan aðeins fimmtán ára gamall.
Það er sextán ára aldurstakmark í Nýja Sjálandi fyrir þá sem vilja fá bílpróf en yngri rallökumenn geta orðið sér út um sérstakt leyfi til að keppa á lokaðri braut.
Bílaíþróttasamband Nýja-Sjálands segist gefa út leyfi fyrir yngri ökumenn á aldrinum tólf til fimmtán ára.
Fulltrúi þeirra segir að svo ungir ökumenn þurfti að standast ströng skilyrði til að fá slíkt leyfi fyrir utan að það er takmarkað hvernig bílum þeir mega keyra og í hvernig keppnum þeir geta tekið þátt.
Bílaíþróttasambandið bendir jafnframt á það að margir af bestu ökumönnum þjóðarinnar hafi byrjað að keppa áður en þeir héldu upp á sextán ára afmælið sitt.
Einn af þeim sem hefur byrjað að keppa áður en hann fékk bílprófið er Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen.