Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða
![Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða sem er stór bankafjárfestir, fullyrðir að ef íslensku bankarnir væru skattlagðir eins og önnur fyrirtæki í landinu – í dag leggjast á þá þrír ólíkir sértækir skattar – þá gæti vaxtamunur þeirra verið hátt í tuttugu prósentum minni án þess að arðsemi á eigið fé þeirra minnkaði.](https://www.visir.is/i/805911A9E1500734ADC03FB6F95F2B66E10229850B3FD26F249F4CFDBA840543_713x0.jpg)
Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/1AFE9ECA5AE4C5FA566CD3BE0B1A2273425E7F64D193DD40EF0563FD8FE61D45_308x200.jpg)
Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures
Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum.
![](https://www.visir.is/i/BB6E1B1CC6A40A6654D3926A9F8D8FD46FA7692CC4BD01552B5C2BF6E8690EB6_308x200.jpg)
Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021.