„Arnar Máni okkar fékk nafnið sitt í dag. Yndislegur dagur í faðmi fjölskyldunnar hérna í Húsafelli þar sem Ísabella okkar hélt á bróður sínum undir skírn og söng fallegt lag til hans í kirkjunni,“ skrifar Tinna og birti fallegar myndir frá deginum á Instagram.
Drengurinn kom í heiminn í lok október. Fyrir á parið dótturina Ísabellu Birtu sem hélt á bróður sínum undir skírn og söng lag til hans í athöfninni.