Taskan er frá franska tískuhúsinu Christian Dior en slík taska kostar 3300 Bandaríkjadali eða um 450 þúsund íslenskar krónur samkvæmt Dior.com


Birgitta er þekkt fyrir dálæti sitt á merkja- og hönnunarvörum og birtir hún reglulega myndir af sér á Instagram í fatnaði og með töskur frá mörgum af stærstu tískuhúsum heims.
Birgitta og Enok eignuðust frumburð sinn 8. febrúar síðastliðinn. Þau greindu frá því 16. ágúst síðastliðinn að þau ættu von á barni.
Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þónokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs.