Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 16:31 Guðni lét ekki nægja að klæða sig í sokkana heldur hoppaði hann líka í þeim. Vísir/Arnar Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin. Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Á hverju ári framleiðir og selur Krabbameinsfélagið Mottumarssokka með nýrri hönnun og fylgir eftir með auglýsingu og fjölbreyttri fræðslu. Sokkarnir koma í sölu 29. febrúar næstkomandi. Í ár eru sokkarnir hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW og eru Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana. Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar mynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Mynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein. Hér í klippunni að ofan má sjá þegar Guðni fékk sokkana í hendurnar, fékk smá kynningu á sokkunum, klæddi sig í þá og prófaði að hoppa í þeim. Guðni í sokkunum ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og tveimur af hönnuðum sokkanna í ár, Snæfríði Þorsteins og Grétu Hlöðversdóttur.Vísir/Arnar Sokkarnir ein meginstoð félagsins Sala sokkanna er ein meginstoðin undir starfsemi Krabbameinsfélagsins sem felst í ókeypis stuðningi og ráðgjöf fyrir fólk með krabbamein og aðstandendur og öflugt rannsóknar- og forvarnarstarf. Allt starfið er fjármagnað með sjálfsaflafé, stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Forsetinn segir ánægjulegt að hafa getað lagt góðu málefni lið í gegnum árin. Hann hvatti fólk til að sinna eigin heilsu, fara í skoðun, leggja góðu málefni lið og til að klæðast fögrum sokkum í leiðinni. Þá hafði hann orð á því að sokkarnir væru óvenju þægilegir í ár og bætti við að þeir hefðu verið ansi stífir eitt árið. Krabbameinsfélagið þakkaði forsetanum fyrir að vera einn af fáum embættismönnum sem talað hafa af alvöru fyrir lýðheilsu og fyrir að hafa sýnt gott frumkvæði og fordæmi í gegnum árin.
Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira