Bakslag í væntingar um hraða lækkun verðbólgu og vaxta
![Sporphirðugjöld hækkuðu um 17 prósent í febrúar sem stuðlaði að aukinni verðbólgu.](https://www.visir.is/i/0CD8E567D02FC4C18A1EA8F2440C34391EF804790393A0AEBA41F96A4D980533_713x0.jpg)
Fram að nýjustu verðbólgumælingu í morgun, sem sýndi talsvert meiri verðbólgu en greinendur höfðu reiknað með, höfðu skuldabréfafjárfestar í auknum mæli verið farnir að veðja á nokkuð hraða lækkun verðbólgu og vaxta á komandi mánuðum. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hækkuðu því skarpt í dag og áhyggjur peningastefnunefndar Seðlabankans af „þrálátri verðbólgu virðast vera að rætast,“ að mati sjóðstjóra.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3C2F30481BFEB244A50D175DAC7A6D926B806F74D0742DAC97D77980C11F04A0_308x200.jpg)
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“
Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum.