Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 11:06 Króatía er fjórða landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar. getty/Noushad Thekkayil Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Sjá meira
Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Sjá meira