Viggó skoraði hvorki fleiri né færri en fjórtán mörk. Auk þess gaf hann fimm stoðsendingar og kom því með beinum hætti að nítján mörkum Leipzig í leiknum.
Andri skoraði tvö mörk en annað þeirra var sérlega glæsilegt. Leipzig fékk þá aukakast í þann mund sem fyrri hálfleikur rann sitt skeið.
Andri tók aukakastið og þrumaði boltanum yfir varnarvegg Bergischer og yfir markvörðinn, Peter Johannesson, kom Leipzig í 17-10 sem voru hálfleikstölur. Samherjar Andra fögnuðu honum vel enda markið sérlega glæsilegt. Það má sjá hér fyrir neðan.
Andri haut das Ding rein!!!
— DHfK Handball (@DHfK_Handball) February 29, 2024
Die 1. Halbzeit gegen den @BHC06 endet mit einem Kracher! #dhfkhandball
___
Jetzt liv bei @dynsport pic.twitter.com/cfBBFoCCd4
Leipzig, sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar, er í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sautján stig. Næsti leikur liðsins er gegn öðru Íslendingaliði, Melsungen, á sunnudaginn.
Andri kom til Leipzig frá Haukum fyrir tímabilið. Hann hefur skorað þrjátíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni og gefið 21 stoðsendingu.