Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 11:00 Dagur Sigurðsson faðmar lærisvein sinn eftir sigurinn gegn Barein í úrslitaleik Asíukeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París. Nú á hann möguleika á að koma öðru liði, Króatíu, á sömu leika. Getty/Noushad Thekkayil Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana. Handbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana.
Handbolti Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira