Hélt hann væri að missa skipið Boði Logason skrifar 3. mars 2024 07:01 Eldur kviknaði um borð í Goðafossi 30. október 2010. Sara Rut „Ég sá í bakglugganum að það birti upp. Svo tek ég eftir því að það stendur eldstrókur upp úr skorsteininum. Stuttu seinna var eins og stæði eldsprengja út um loftristarnar. Mér brá mjög. Fyrsta hugsunin var; gátu nú endalokin ekki verið betri en þetta,“ segir Nikulás Halldórsson, fyrrum skipstjóri á Goðafossi, í nýjasta, og jafnframt síðasta, Útkallsþættinum. Þar segir Nikulás frá því þegar hann taldi að hann væri að missa þetta stærsta flutningaskip Íslendinga í miklum eldsvoða sem varð um borð í skipinu í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Klippa: Útkall - Eldur í Goðafossi „Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var 12 metrar. Þá munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef þeir hefðu farið í sjóinn hefðum við ekkert getað gert til að bjarga þeim,“ segir Nikulás. Þrettán skipverjar voru í áhöfn og einn farþegi, móðir annars stýrimanns, Einars Arnar Jónssonar, sem var í afleysingu og starfandi slökkviliðsmaður í Reykjavík. Hann tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautsegju að bjarga eigin lífi og skipsins. Allir í áhöfninni fengu áfall og urðu sumir þeirra ófærir um að halda áfram sjómennsku. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þar segir Nikulás frá því þegar hann taldi að hann væri að missa þetta stærsta flutningaskip Íslendinga í miklum eldsvoða sem varð um borð í skipinu í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Klippa: Útkall - Eldur í Goðafossi „Já, varstu kominn þangað,“ spyr Óttar Sveinsson Nikulás um að hann teldi að hann væri að missa skipið. „Já, við fyrstu sýn.“ Eftir þetta barðist áhöfnin við eldinn við verstu aðstæður meðal annars með brunaslöngur úti á þilfari þar sem vart var stætt. Ölduhæðin var 12 metrar. Þá munaði litlu að þrjá skipverja tæki fyrir borð eftir að skipið hafði misst ferð og fékk brotsjó inn á afturþilfarið. Svo mikill reykur var í vélarrúminu að aðalvélin missti afl. „Ef þeir hefðu farið í sjóinn hefðum við ekkert getað gert til að bjarga þeim,“ segir Nikulás. Þrettán skipverjar voru í áhöfn og einn farþegi, móðir annars stýrimanns, Einars Arnar Jónssonar, sem var í afleysingu og starfandi slökkviliðsmaður í Reykjavík. Hann tók stjórnina við slökkvistörf sem stóðu yfir heila nótt. Um síðir tókst áhöfninni með miklu snarræði og þrautsegju að bjarga eigin lífi og skipsins. Allir í áhöfninni fengu áfall og urðu sumir þeirra ófærir um að halda áfram sjómennsku. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira