Lífið

Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eftir einvígið milli Heru Bjarkar og Bahsar Murad stóð sú fyrrnefnda upp sem sigurvegari í Söngvakeppninni, með lagið Scared of Heights. 
Eftir einvígið milli Heru Bjarkar og Bahsar Murad stóð sú fyrrnefnda upp sem sigurvegari í Söngvakeppninni, með lagið Scared of Heights.  Vísir/Hulda Margrét

Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós.

Athygli vakti í gær þegar kjósendur uppgötvuðu meintan galla í kosningakerfi RÚV, en svo virtist sem þeir sem hugðust kjósa Bashar í gegn um SMS hefðu í raun gefið Heru atkvæði sitt. Forsvarsmaður RÚV segir þau atkvæði þó ekki hafa getað skipt sköpum. 

Í kommentakerfum fréttamiðla á Facebook rigndi lækum og hamingjuóskum til sigurvegarans. Sömu sögu var þó ekki að segja af samfélagsmiðlinum X.

Ljósmyndarinn Árni Torfason fékk hátt í þrjú hundruð læk á þetta tíst.

Ragga birti mynd af Unnsteini Manúel, einum af þremur kynnum keppninnar, þar sem hann virðist vonsvikinn á svip. 

Lovísa Fals hafði þetta að segja.

Ljósmyndarinn Golli líkti úrslitunum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og elgosið sem ekki varð í gær.

Leik- og söngkonan Katla Njálsdóttir, sem keppti í Söngvakeppninni árið 2022 og var bakrödd Diljár í Eurovision í fyrra, var ekki par sátt með niðurstöðurnar.

Kristín Lea spáir falli Íslands í veðbönkum í kjölfar úrslitanna. Sem stendur er Ísland komið niður um tvö sæti í veðbönkum síðan í gær, samkvæmt vef EurovisionWorld.

Orðagrín í boði Guðna Halldórssonar.

Atli Már Sigurðsson hrósaði Bashar fyrir atriðið sitt.

Hér kemur tilvitnun í hinn ódauðlega Georg Bjarnfreðarson, en þessi orð lét hann falla þegar Sjálfstæðisflokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningum í sjónvarpsþáttunum Næturvaktinni.

Hér er vísað í vinsæla þætti Audda Blö.


Tengdar fréttir

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru

Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Ísland fer niður um sæti hjá veðbönkum

Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent.

Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision

Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.