Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 07:00 Guðný Ósk segir brasilísku rassasöguna helst hafa farið á flug í Bandaríkjunum. Vísir Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna. „Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
„Það sem mér þykir fyndnast er að fólk haldi að hún sé bara dáin og að það sé verið að fela það af því að það myndi skyggja á veikindi Karls,“ segir Guðný Ósk í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hafa ótrúlegar samsæriskenningar og kjaftasögur farið á flug í fjarveru Katrínar sem hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á kvið undanfarnar vikur. Guðný Ósk hefur fylgst náið með bresku konungsfjölskyldunni undanfarið ár. Hún heldur meðal annars úti Instagram reikningnum Royal Icelander þar sem hún fer reglulega í saumana á nýjustu fréttum af konungsfjölskyldunni. Guðný segir kjaftasögurnar sýna að mun fleiri hafi áhuga á fjölskyldunni en margir gjarnan haldi. Sögur af meintu dái og meintum skilnaði „Þá er ein sagan sú að hún hafi í raun verið í dái. Önnur sem ég hef lesið er svo um að Vilhjálmur eigi í raun að hafa myrt hana. Enn önnur er um að hún hafi beðið um skilnað en að það megi hún ekki og því hafi hún verið lokuð inni þar til hún skiptir um skoðun,“ segir Guðný hlæjandi. Þá er ein sagan á þá leið að Katrín hafi farið í brasilíska rassastækkun. Guðný segir mest hafa borið á þeirri kenningu meðal amerískra netverja og sérstaklega á samfélagsmiðlinum Tik-Tok. „Ég held að fólk sem fylgist kannski ekki náið með konungsfjölskyldunni viti ekki alveg hvað veldur því að hún hafi verið svona lengi í burtu og er að taka eftir þessu núna. Þá fara auðvitað kenningarnar af stað,“ segir Guðný Ósk. Ekki múkk í Daily Mail Hún bendir á að konungsfjölskyldan hafi lýst því yfir strax í janúar að Katrín yrði frá í töluverðan tíma eða þar til eftir páska. Þá hafi verið gefin út yfirlýsing í gær um það að Katrín myndi sinna opinberum skyldustörfum að nýju í júní. „Konan er einfaldlega bara að jafna sig eftir aðgerð. En það er áhugavert að það virðist vera sem svo að Vilhjálmur og Katrín hafi gert einhverskonar samning við bresku pressuna um að birta ekki fréttir um þetta, fjalla ekki um þetta og láta hana vera þar til hún kemur til baka,“ segir Guðný Ósk. Hún bendir á að papparassamyndirnar sem birtust í vikunni hafi birst í bandarískum miðlum en ekki breskum götublöðum. Þau hafi verið óhrædd og dugleg við að birta myndir papparassa af þeim Harry og Meghan Markle. „Þetta sýnir hvernig Vilhjálmur og Katrín hafa byggt samband sitt upp við bresku pressuna. Þau eru greinilega virt og þeirra næði er virt,“ segir Guðný Ósk.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira