Hin 32 ára gamla Halep var ásökuð um að taka „roxadustat“ og þó ákvörðun CAS hafi staðfest hluta dómsins taldi dómstóllinn hana ekki hafa tekið efnið af ásettu ráði. Lyfið vinnur gegn blóðleysi og örvar framleiðslu rauðra blóðkorna, sem hjálpar til við upptöku súrefnis og hraðar endurheimt.
Ákvörðun CAS þýðir að hin rúmenska Halep má snúa aftur eins fljótt og auðið er. Halep hélt alltaf fram sakleysi sínu og hefur gagnrýnt fáránlegar ásakanir í hennar garð en hún var ásökuð um tvö brot á lyfjareglum.
Upphaflega gilti bann Halep til október 2026 og óttaðist hún að ferill sinn væri á enda ef bannið myndi standa.
„Ég get ekki beðið eftir að snúa aftur,“ sagði hún í stuttri yfirlýsingu eftir að ljóst var að hún væri búin að sitja bannið af sér.