Lífið

Draga til baka að prinsessan muni mæta

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kate Middleton hefur dregið sig úr sviðsljósinu og kemst þar af leiðandi ekki úr sviðsljósinu.
Kate Middleton hefur dregið sig úr sviðsljósinu og kemst þar af leiðandi ekki úr sviðsljósinu. EPA

Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní.

BBC greinir frá þessu, en Middleton átti eftir að staðfesta komu sína á viðburðinn.

Miðar voru farnir í sölu á vefsíðu hersins þar sem sjá mátti mynd af prinsessunni og fullyrðingu um að hún myndi láta sjá sig þann 8. júní.

Breski herinn hafði samkvæmt BBC ekki fengið leyfi frá Kensington-höll fyrir þessu. Þá segir að viðvera háttsettra meðlima bresku konungsfjölskyldunnar sé yfirleitt staðfest nær dagsettningu viðburða, ekki eins langt fram í tímann og í þessu tilfelli.

Middleton hefur tímabundið sagt sig frá verkefnum á vegum konungsfjölskyldunnar, vegna skurðaðgerðar sem hún undirgekkst í janúar. Vegna þess hefur hún lítið verið í sviðsljósinu. Hún sást ekki frá jóladegi í desember þangað til í gær, þegar vegfarendur sáu hana í bíl með móður sinni.

Vegna þessa hefur prinsessan verið milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en á samfélagsmiðlum höfðu ýmsar samsæriskenningar orðið til um fjarveru hennar, sem hefur að margra mati verið ansi þrúgandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×