Lífið

Ein­föld og fal­leg fermingargreiðsla

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hárþvottur og lítið af hárnæringu er lykilatriði til að láta greiðsluna endast allan daginn.
Hárþvottur og lítið af hárnæringu er lykilatriði til að láta greiðsluna endast allan daginn. Vilhelm

Rakel María Hjaltadóttir hársnyrtir, förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda hárgreiðslu fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.

Fyrirsætan er fermingarbarnið Birta Hall sem fermist á næstunni.

Að sögn Rakelar er góður undirbúningur lykilatriðið til að greiðslan endist allan daginn. 

„Þetta er langur dagur og greiðslan þarf að haldast allan daginn. Ég mæli með fermingarbarnið þvoi á sér hárið sama dag og fermingin er,“ segir Rakel María sen mælir með því að þvo hárið með sjampói tvisvar sinnum í röð og setja lítið af hárnæringu í endana, jafnvel sleppa því ef það er hægt. 

„Sjampó tvisvar og lítil næring er lykilatriðið svo að greiðslan haldist vel,“ segir Rakel María.

Vörur

Sjampó og hárnæring

Froða eða blástursvökvi


Hárbursti

Krullujárn

Létt
 hársprey

FermingarþátturVilhelm

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá hvernig Rakel töfrar fram flotta hárgreiðslu í Birtu fyrir fermingardaginn.

Klippa: Einfalda fermingargreiðsla

Tengdar fréttir

Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn

Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.