Rekstur Strax stokkaður upp og eigið fé neikvætt um sjö milljarða

Strax, sem er í meirihluta eigu tveggja Íslendinga og er skráð í sænsku kauphöllina, á í erfiðleikum og hefur markaðsvirði þess lækkað um 86 prósent á einu ári. Eigið var neikvætt um 7,4 milljarða króna og félagið uppfyllir ekki lánaskilmála. Unnið er að endurskipulagningu á rekstrinum og var Urbanista meðal annars selt fyrir tæplega fjóra milljarða til lánveitanda.