Með alls konar í bakpokanum eftir að hún varð móðir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:50 Sara Linneth kynntist unnusta sínum og tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni, eða Herra Hnetusmjör, þegar þau voru saman í meðferð á Vogi árið 2016. Sara Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit. „Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Þegar þessar hugsanir koma hugsa ég af hverju er ég að hugsa þetta? Þetta er ekki einu sinni í myndinni. Ég er búin að vera rúmlega sjö ár edrú,“ segir Sara. Hún á tvo drengi, þá Björgvin Úlf og Krumma Stein með unnusta sínum tónlistarmanninum Árna Páli Árnasyni sem betur er þekktur sem Herra Hnetusmjör. Þau hafa bæði verið opinská með edrúlífið en þau kynntust á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016. Þau fögnuðu sjö edrú afmæli í nóvember síðastliðnum og er óhætt að segja að hamingjuóskum hafi rignt yfir parið á samfélagsmiðlum á þeim tíma. Sjálfsvinnan mikilvæg Sara segist eiga erfitt með að viðurkenna það að lífið án hugbreytandi efna hafi reynt á eftir að hún varð fyrst móðir. „Ef það eru einhver skipti sem það hafa verið erfitt að vera edrú er að það hefur verið ógeðslega erfitt að vera mamma. Það er ógeðslega erfitt að viðurkenna það. Manni líður alls konar og áfengi deyfir og ég vildi stundum að maður gæti stundum aðeins slökkt,“ segir Sara í þættinum. „Ég væri bara alls ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki orðið edrú. Ég held að það hefði orðið skelfilegt. Ég veit ekki einu sinni hvort ég væri lifandi af því að þetta var á mjög hraðri niðurleið.“ Sara á tvo drengi þá Björgvin og Krumma. Hún segist geta talið á annarri hendi hversu oft slík hugsun hafi komið upp. „Þetta er bara lífsstíll. Ég reyni að hugsa sem best um andlegu heilsuna mína og það er á minni ábyrgð að bera ábyrgð á sjálfri mér. Ég er með ADHD og kvíða og ég hef þurft að vinna með sálfræðing með alls konar. Ég er með alls konar í bakpokanum, sérstaklega eftir að ég varð mamma,“ segir Sara. Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33 Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth trúlofuð Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi. 15. desember 2023 10:33
Herra Hnetusmjör og frú edrú í sjö ár Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fagnar sjö árum án hugbreytandi efna í dag. Árni greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hann. 21. nóvember 2023 13:26
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“