Fimm leiðir til að kveikja neistann eftir framhjáhald Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:31 Getty Framhjáhald er með því versta sem getur komið fyrir ástarsambönd. Hvort sem um ræðir líkamlegt eða andlegt framhjáhald. Ef pör ákveða að leggja svikin á bakvið sig og bjarga sambandinu krefst það mikillar einbeitingar og skuldbindingar af hálfu beggja aðila. Á danska lífstílsefnum Alt.dk má finna fimm ráð til fólks í þessari stöðu. 1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty Ástin og lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
1. Gefið ykkur tíma Í fyrsta lagi er mikilvægt að pör gefi sér góðan tíma í að byggja upp traust, að því er fram kemur í umfjöllun danska miðilsins. Oft er talað um að tíminn lækni öll sár en í þessu tilfelli er mikilvægt að huga að því hvernig tíminnn er nýttur. Sýnið ferlinu og hvort öðru þolinmæði og virðingu. Stundum er sagt að tíminn geti læknað öll sár. Vísir/Getty 2. Leggðu þig fram Sá sem hélt framhjá verður að átta sig á því að svikin geta markað djúp spor í sálarlífið hjá þeim sem varð fyrir því. Það er eitt að viðurkenna mistökin og halda áfram en svo getur það tekið tíma að átta sig á því sem gerðist áður en skrefið er tekið fram á við. Þá er mikilvægt að sá sem hélt framhjá sé tilbúinin að vera á staðnum, láti vita af sér og sýni skilning á því að traustið sé lítið til að byrja með. Stundum þarf að leggja sig fram til að geta treyst aftur. Vísir/Getty 3. Fyrirgefning Samkvæmt alt.dk er það ekki aðeins tíminn sem skiptir máli svo hægt sé að halda sambandinu gangandi. Það krefst fyrirgefningar að halda áfram og vilja til þess að sleppa tökunum, í stað þess að halda áfram að velta sér upp úr því sem gerðist. Þá segir danski miðillinn að traust snúist um val. Val um að trúa á aðra. Að þora að trúa að þau séu að segja satt, vilji okkur það besta og haga sér í samræmi við það. Það getur verið erfitt að trúa því þegar þú hefur upplifað að vera svikin/nn. Það er þó þess virði að æfa sig ef þú vilt eiga gott samband eftir framhjáhald. Slepptu takinu og reyndu að treysta á ný. Fyrirgefningin er mikilvægur hluti af sáttum en að veita hana getur oft verið hægara sagt en gert. Vísir/Getty 4. Þiggja sambandsráðgjöf Sambandsráðgjöf eftir erfið tímabil getur reynst pörum vel til að byggja upp góðan grunn í sambandinu. Slík vinna getur fært pör nær hvort öðru og veitt þeim tækifæri á að byrja nýjan kafla. Fyrir mörgum getur reynst erfitt að viðurkenna að utanaðkomandi aðstoðar sé þörf. Vísir/Getty 5. Ég elska þig (kannski) skilyrðislaust Öll pör fara í gegnum mis erfið tímabil í lífinu. Erfiðleikarnir þurfa þó ekki endilega að vera neikvæðir fyrir sambandið. Þeir geta þvert á móti sýnt pörum hversu lánsöm þau eru að eiga hvort annað í raun og veru. Mundu að það erfiðasta í lífnu er ekki alltaf endirinn. Þó svo að þú standir einn í myrkrinu er ljós við enda ganganna. Stundum erum við bara ekki opin fyrir því að sjá það. Erfiðleikar einkenna öll sambönd. Vísir/Getty
Ástin og lífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira