Umfjöllun: ÍR - Valur 21-29 | Valskonur á kunnuglegum slóðum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. mars 2024 17:16 Valskonur ærðust af fögnuði eftir sigurinn í Laugardalshöll í kvöld. Þær eru komnar í úrslitaleikinn. vísir/Anton Valur mun leika til úrslita í Powerade bikarnum í handbolta á laugardaginn. Varð það ljóst eftir sannfærandi sigur á ÍR í Laugardalshöllinni, 21-29 lokatölur. Valskonur hófu leikinn betur og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu mínútu leiksins. ÍR tók þá við sér og jafnaði leikinn skömmu seinna. Valskonur voru þó ekki lengi að ná aftur tveggja marka forystu. Hélst sá munur á liðunum fram að 15. mínútu leiksins en þá fékk Matthildur Lilja Jónsdóttir, leikmaður ÍR, tveggja mínútna brottvísun. Valskonur nýttu þann liðsmun til hins ýtrasta og komu sér á skömmum tíma í fimm marka forystu, staðan 5-10. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og reyndi að endurskipuleggja sitt lið. Tókst það hins vegar ekki og skoruðu Valskonur hvert markið á fætur öðru og lokuðu þar að auki vel á sóknarleik ÍR. Staðan 10-17 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var í raun algjört formsatriði fyrir Valskonur að klára eftir kröftugan fyrri hálfleik. Sami munur hélst mest megnið á liðunum í síðari hálfleik þrátt fyrir að ÍR hafi reynt ýmislegt. Meðal þess sem ÍR reyndi í síðari hálfleik var að fara í framliggjandi vörn, skipta um markmann og spila með tvo línumenn. Ekkert af því dugði þó til til þess að höggva í forystu Valskvenna. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 21-29 fyrir Val. ÍR-ingar gerðu sitt besta í kvöld en máttu sín lítils gegn hinu sterka liði Vals.vísir/Anton Af hverju vann Valur? Valur er besta lið landsins og ekkert grín að mæta þeim, hvað þá í Laugardalshöllinni þar sem þær hafa nánast verið í áskrift undanfarin ár í bikarnum. Varnarleikurinn var ógnar sterkur sem skilaði sér í mörgum auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í leiknum og skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum fyrir lið sitt Val. Elín Rósa Magnúsdóttir, leikstjórnandi Vals, spændi upp vörn ÍR oft í leiknum með sínum hraða sem skilaði sér í sex mörkum og sex stoðsendingum. Goðsögnin, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, var svo kletturinn í vörn Vals og er hún kominn í enn einn úrslitaleikinn í bikarnum. Hjá ÍR kom Hildur Öder Einarsdóttir með góða innkomu í markið og var með 38,5 prósent markvörslu. Karen Tinna Demian, fyrirliði ÍR, var markahæst hjá sínu liði með sex mörk. Gleðin er við völd hjá Val sem spilar til úrslita á laugardaginn.vísir/Anton Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk illa á köflum enda var liðið að mæta einni óárennilegustu vörn landsins. Hvað gerist næst? Úrslitaleikur Powerade bikarsins fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn þar sem Valskonur munu mæta til leiks. Sólveig Lára: Vorum aðeins að hika „Valur er náttúrulega hrikalega vel spilandi lið, rútínerað lið og það er mjög erfitt að vera einum færri á móti þeim. Þær ná líka nokkrum hraðaupphlaupum á okkur þar sem við erum að fara illa með boltann og ná þessu forskoti sem þær halda út leikinn,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, um þann kafla leiksins þegar Valskonur bjuggu til sína forystu. Sólveig Lára Kjærnested með skilaboð í Laugardalshöllinni í kvöld. Hún hefur verið að gera frábæra hluti sem þjálfari ÍR.vísir/Anton Aðspurð hvaða skilaboðum hún kom til skila til sinna leikmanna í hálfleik, var það eftirfarandi. „Bara að halda áfram. Við vorum að gera fullt af flottum hlutum. Aðeins meira flot og betra flæði sóknarlega, vorum aðeins að hika, og fara á fullum krafti í aðgerðirnar sem við vorum að fara í.“ ÍR er nýliði í Olís-deildinni en hefur staðið sig einstaklega vel í vetur og er svo gott sem öruggt inn í úrslitakeppnina. Aðspurð út í upplifunina að mæta í Laugardalshöllina þá hafði Sólveig Lára þetta að segja. „Bara frábær upplifun. Klúbburinn og stelpurnar búnar að gera þetta bara hrikalega vel. Ég er mjög stolt af þeim og af fólkinu okkar sem kom og studdi okkur allar sextíu mínúturnar og stjórninni og öllum sem eru á bak við okkur.“ Hvert er framhaldið hjá ÍR? „Það er bara áfram og upp á við. Það er bara að halda áfram að bæta okkur og vinna hörðum höndum að gera betur og koma okkur ofar og festa okkur í sessi sem hörku lið í þessari deild.“ Sólveig Lára telur það að fá að taka þátt í leik sem þessum hjálpa liðinu að þroskast og verða betra og verða betur í þann stakk búið að keppa í úrslitakeppninni í vor. „Allt svona skilar sér. Það voru stelpur að mæta hérna í fyrsta skipti á dúkinn og það er erfitt. Það er fullt af fólki og það eru læti og það er öðruvísi umgjörð. Þetta klárlega skilar heilmiklu fyrir þær.“ Powerade-bikarinn ÍR Valur
Valur mun leika til úrslita í Powerade bikarnum í handbolta á laugardaginn. Varð það ljóst eftir sannfærandi sigur á ÍR í Laugardalshöllinni, 21-29 lokatölur. Valskonur hófu leikinn betur og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu mínútu leiksins. ÍR tók þá við sér og jafnaði leikinn skömmu seinna. Valskonur voru þó ekki lengi að ná aftur tveggja marka forystu. Hélst sá munur á liðunum fram að 15. mínútu leiksins en þá fékk Matthildur Lilja Jónsdóttir, leikmaður ÍR, tveggja mínútna brottvísun. Valskonur nýttu þann liðsmun til hins ýtrasta og komu sér á skömmum tíma í fimm marka forystu, staðan 5-10. Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé og reyndi að endurskipuleggja sitt lið. Tókst það hins vegar ekki og skoruðu Valskonur hvert markið á fætur öðru og lokuðu þar að auki vel á sóknarleik ÍR. Staðan 10-17 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var í raun algjört formsatriði fyrir Valskonur að klára eftir kröftugan fyrri hálfleik. Sami munur hélst mest megnið á liðunum í síðari hálfleik þrátt fyrir að ÍR hafi reynt ýmislegt. Meðal þess sem ÍR reyndi í síðari hálfleik var að fara í framliggjandi vörn, skipta um markmann og spila með tvo línumenn. Ekkert af því dugði þó til til þess að höggva í forystu Valskvenna. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 21-29 fyrir Val. ÍR-ingar gerðu sitt besta í kvöld en máttu sín lítils gegn hinu sterka liði Vals.vísir/Anton Af hverju vann Valur? Valur er besta lið landsins og ekkert grín að mæta þeim, hvað þá í Laugardalshöllinni þar sem þær hafa nánast verið í áskrift undanfarin ár í bikarnum. Varnarleikurinn var ógnar sterkur sem skilaði sér í mörgum auðveldum mörkum á hinum enda vallarins. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í leiknum og skoraði níu mörk í öllum regnbogans litum fyrir lið sitt Val. Elín Rósa Magnúsdóttir, leikstjórnandi Vals, spændi upp vörn ÍR oft í leiknum með sínum hraða sem skilaði sér í sex mörkum og sex stoðsendingum. Goðsögnin, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, var svo kletturinn í vörn Vals og er hún kominn í enn einn úrslitaleikinn í bikarnum. Hjá ÍR kom Hildur Öder Einarsdóttir með góða innkomu í markið og var með 38,5 prósent markvörslu. Karen Tinna Demian, fyrirliði ÍR, var markahæst hjá sínu liði með sex mörk. Gleðin er við völd hjá Val sem spilar til úrslita á laugardaginn.vísir/Anton Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk illa á köflum enda var liðið að mæta einni óárennilegustu vörn landsins. Hvað gerist næst? Úrslitaleikur Powerade bikarsins fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn þar sem Valskonur munu mæta til leiks. Sólveig Lára: Vorum aðeins að hika „Valur er náttúrulega hrikalega vel spilandi lið, rútínerað lið og það er mjög erfitt að vera einum færri á móti þeim. Þær ná líka nokkrum hraðaupphlaupum á okkur þar sem við erum að fara illa með boltann og ná þessu forskoti sem þær halda út leikinn,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, um þann kafla leiksins þegar Valskonur bjuggu til sína forystu. Sólveig Lára Kjærnested með skilaboð í Laugardalshöllinni í kvöld. Hún hefur verið að gera frábæra hluti sem þjálfari ÍR.vísir/Anton Aðspurð hvaða skilaboðum hún kom til skila til sinna leikmanna í hálfleik, var það eftirfarandi. „Bara að halda áfram. Við vorum að gera fullt af flottum hlutum. Aðeins meira flot og betra flæði sóknarlega, vorum aðeins að hika, og fara á fullum krafti í aðgerðirnar sem við vorum að fara í.“ ÍR er nýliði í Olís-deildinni en hefur staðið sig einstaklega vel í vetur og er svo gott sem öruggt inn í úrslitakeppnina. Aðspurð út í upplifunina að mæta í Laugardalshöllina þá hafði Sólveig Lára þetta að segja. „Bara frábær upplifun. Klúbburinn og stelpurnar búnar að gera þetta bara hrikalega vel. Ég er mjög stolt af þeim og af fólkinu okkar sem kom og studdi okkur allar sextíu mínúturnar og stjórninni og öllum sem eru á bak við okkur.“ Hvert er framhaldið hjá ÍR? „Það er bara áfram og upp á við. Það er bara að halda áfram að bæta okkur og vinna hörðum höndum að gera betur og koma okkur ofar og festa okkur í sessi sem hörku lið í þessari deild.“ Sólveig Lára telur það að fá að taka þátt í leik sem þessum hjálpa liðinu að þroskast og verða betra og verða betur í þann stakk búið að keppa í úrslitakeppninni í vor. „Allt svona skilar sér. Það voru stelpur að mæta hérna í fyrsta skipti á dúkinn og það er erfitt. Það er fullt af fólki og það eru læti og það er öðruvísi umgjörð. Þetta klárlega skilar heilmiklu fyrir þær.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti