Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:25 Helga Magga töfraði fram fallega kransaköku skreytta lifandi blómum. Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. „Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna.
Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira