Ármann, Aurora og Young Prodigies geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld. Ármann mæta Sögu, Young Prodigies mæta FH og Vallea mætir Breiðabliki.
Liðin í hættu á að detta úr riðlakeppninni eru ÍBV, HiTech og Vallea, en öll hafa liðin aðeins sigrað eina viðureign. Good Company og Fylkir hafa lokið keppni eftir að tapa 3 leikjum í röð.
Allar viðureignir kvöldsins:
Ármann - Saga
Young Prodigies - FH
Aurora - Breiðablik
ÍBV - Úlfr
Hitech - Fjallakóngar
Vallea - ÍA
Viðureign Ármanns og Sögu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports og á Twitch-rás Rafíþróttasambandsins kl. 19:30. Einnig má fylgjast með leiknum í spilaranum hér fyrir neðan.