Íbúðin er í sjarmerandi húsi sem var byggt árið 1874. Eignin hefur verið endurnýjuð á einstakan máta þar sem hinn klassíski arkítektúr fær að njóta sín. Þar má nefna stórar stofur með aukinni lofthæð, rósettur í lofti og vegglista neðarlega á veggjum.


Stofurnar eru smekklega innréttaðar í hlýlegum og mjúkum litatónum. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri sem er sannkölluð klassík í skandinavískri innanhúshönnun.
Í eldhúsi má sjá ljósgræna innréttingu sem nær upp í loft og borðplötu úr kalksteini. Útgengt er úr eldhúsinu á svalir í vestur. Baðherbergin eru tvö og hafa verið endurnýjuð á fallega máta.
Ásett verð fyrir eignina er 22 milljónir og 850 þúsund sænskar krónur, eða rúmlega 305 milljónir íslenskar krónur.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á sænska fasteignavefnum Lagerlings.







