Stefnir til Parísar og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2024 08:01 Hákon Þór Svavarsson á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands. vísir/sigurjón Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson setur stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana í París. Við hittum hann á dögunum og fengum að kynnast honum í leik og starfi. Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur núna við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn. Hákon kveðst bjartsýnn á að komast á Ólympíuleikana sem hefjast í París 26. júlí næstkomandi. „Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon. Hann keppir á tveimur mótum á næstunni, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu. „Það er besta leiðin,“ sagði Hákon aðspurður hvar leiðin inn á Ólympíuleikana væri greiðust. „En svo er alltaf möguleiki á boðssæti (e. wildcard),“ bætti skyttan við. Hákon gerir sig tilbúinn ...vísir/sigurjón En af hverju lagði Hákon skotfimi fyrir sig? „Ég er úr sveit, Húnvetningur að upplagi, og byrjaði að veiða áður en ég mátti,“ sagði Hákon hlæjandi. „Svo dró félagi minn mig á skotæfingu. Þar vel tekið vel á móti manni og maður fór á fullt í þetta.“ Nokkur ár eru síðan Hákon byrjaði að sjá Ólympíuleikana í hillingum. „Maður fór að sjá glitta í þetta á Evrópumeistaramótinu á Kýpur 2022. Þar munaði mjög litlu að ég kæmist í úrslit og þá fór maður að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Hákon. En hver er lykilinn að því að vera góð skytta? „Að hafa gaman að því að vera til eins og í flestu öðru. En þú þarft að vera í mjög góðu formi, andlegu og líkamlegu, og vera með fólk á bak við þig. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt,“ sagði Hákon sem segir samkeppnina í haglabyssuskotfimi hér heima ekki mikla. „Hún mætti alveg vera meiri en það eru margir sem geta skotið vel. En þetta er svolítið dýrt og hvað veðrið varðar er aðstaðan hérna kannski ekki sú besta. Það er það sem skortir,“ sagði Hákon. Sem fyrr sagði starfar hann á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands og tekur í gikkinn milli þess sem hann mundar hamarinn. Og aðstoðarþjálfararnir Óðinn og Loki fylgja honum hvert fótmál. „Það er örugglega hægt að gera þetta auðveldar en maður gerir það sem þarf að gera. Það er ekkert annað í boði,“ sagði Hákon sem sýndi fréttamanni svo vopnið sem hann keppir með. „Þetta er Beretta DT11. Það eru til 75 svona byssur í heiminum. Við Íslendingar erum ýktir og það eru til tvær svona hérna. Þetta er góð græja,“ sagði Hákon. ... og lætur vaða.vísir/sigurjón „Ég fór til Grikklands og lét smíða skeftið fyrir mig,“ sagði Hákon en byssa eins og hann notast við kostar um tvær milljónir króna. Hann játar því að haglabyssuskotfimi sé dýr íþrótt en hann sér ekki eftir peningnum sem fer í hana. „Maður græðir ekkert á því að vera með peninga með sér í kistunni. Það er um að gera að eyða þessu í einhverja vitleysu,“ sagði Hákon léttur að lokum.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Sjá meira