Tárin runnu niður kinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2024 09:19 Laufey þakkaði tónleikagestum fyrir að styðja sig, eins og hún orðaði það. Mummi Lú Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum. Ég er nýkominn af klósettinu á annarri hæðinni í þessu tónlistarhúsi sem við vorum svo lánsöm að hefjast handa við að byggja og klára. Almenna rýmið hefði reyndar mátt snúa út að sjónum. Besta útsýnið er baksviðs, ekki hjá gestunum sem sækja Hörpu heim. Það er efni í annan pistil. Orkan á klósettinu er skrýtin. Fullir kallar á árshátíð iðnaðarins. Beðið eftir að pissa. Einn fullur kall skilur ekkert í því af hverju röðin tekur svona langan tíma. Hann er líklega að missa af Frikka Dór. Ég næ ekki einu sinni að deila almennilega með vini mínum sem ég rekst á hvaða sturlun ég var að upplifa. Æsingurinn í þeim fulla er svo mikill. Mér er slétt sama. Hausinn á mér er annars staðar. Ég var mögulega á bestu tónleikum lífs míns. Hebbi eða Laufey? Það þarf ekki að kynna Laufeyju Lín fyrir nokkrum Íslendingi. Hún er þessi unga sem er að meika það. Var í hlaðvarpinu hjá Elton John og svo vann hún Grammy. Dekraði Íslendingurinn ég er samt ekkert ofurspenntur fyrir tónleikunum þegar ég mæti í Hörpu. Samstarfskona mín var á leið á Herbert Guðmundsson í Háskólabíó. Ég gæti reyndar sungið Vestfjarðaróðinn með Hebba flest kvöld en þetta kvöld eigum við frúin stefnumót í Hörpu. Á fimmtugsaldri er maður orðinn þreyttur eftir vinnuvikuna. Hluti af mér væri til í að vera bara í Vesturbæjarlauginni og slaka á. En heimurinn er að missa sig yfir Laufeyju. Er hún orðin stærri en Björk? Þessi spurning kom upp í vikunni. Er Messi betri en Pele? Hvaða máli skiptir svona samanburður. Algjörlega ómögulegt að bera saman. Við hittum Aldísi sem er að bjóða Sigga pabba sínum á tónleikana. Hann átti afmæli um daginn. Hann er stoltur og má vera það. Vel upp alið barn sem býður pabba sínum á tónleika í afmælisgjöf. Hann veit ekki enn þá að þetta er líklega besta afmælisgjöf allra tíma. Vinahjón okkar úr Breiðholti eru búin að fá næturpössun og ætla að gista á hóteli í miðbænum. Alvöru kvöld sem á ekki að gleymast. Þau vita samt heldur ekki hvað er í vændum. Óvænt upphitun Það hafði alveg farið fram hjá okkur að það væri upphitunaratriði. Fimm mínútur í átta tjá ljósmyndararnir Mummi Lú og Eggert Jóhannesson okkur það að Laufey fari ekki á svið fyrr en klukkan 21. Það setur forsíðumyndina á Morgunblaðinu aðeins í uppnám. Næst hún fyrir prent? Ef ekki eru til myndir frá fagnaðarfundum palestínskra fjölskyldna í Borgartúninu. Við tyllum okkur og jöfnum okkur fljótt á því að enn sé klukkustund í Laufeyju. Ég er eiginlega sannfærður um að ég eigi eftir að sofna. Þessir ljúfu tónar. Búinn að skola niður tveimur bjórum. Þetta gæti orðið notaleg stund, skemmtileg stund, en ég veit ekki enn þá hvað er að fara að gerast. Á slaginu átta gengur myndarlegur karlmaður á sviðið. Hann kynnir sig. Adam Melchor heitir hann, frá New Jersey og hrósar Íslandi fyrir lyktina. Miklu betri en í heimaríki Bon Jovi. Hann þakkar Laufeyju fyrir traustið og byrjar að spila. Tæknimaður kemur hlaupandi inn á sviðið og tengir gítarinn. Adam höndlar mómentið sem hefði getað orðið vandræðalegt fullkomlega. Talar til salarins sem kann að meta. Simon og Garfunkel? Hann er góður, reyndar mjög góður. Hann sækir innblásturinn að miklu leyti á sama stað og Laufey og meirihluti textahöfunda. Ástin. Hann segir sögur klæddur í föt sem hann keypti á þessum sólarhring sem hann er búinn að eiga í Reykjavík. Adam sló á létta strengi.Mummi Lú Hann festist dálítið í amerískum umm-unum sínum í frásögninni en hann er skemmtilegur. Hann syngur lag um þegar honum var dömpað. Nokkrum dögum síðar hringdi kærastan fyrrverandi í hann. Sá hún eftir öllu? Nei, tré féll á bílinn hennar og hún þurfti aðstoð. Hann er fyndinn. Syngur um Chevy-bíl eins og Don McLean í American Pie. Þessi var reyndar hræ og var stolið fyrir utan heimili foreldra hans. Alls ekki í þeirra óþökk en þvert á skilning hins sex ára Adams. Einfaldasta boðorðið er að það megi ekki stela. Fólk ætti að leggja nafnið Adam Melchor á minnið.Mummí Lú Siggi Gunnars útvarpsmaður er sammála. Hann er geggjaður. Það er Simon og Garfunkel fílingur. Röddin er frábær og hann leikur sér að háu tónunum. Við þurfum að hlusta meira á hann. Ég velti því augnablik fyrir mér hvort Adam sé að fara að stela þrumunni hennar Laufeyjar. Óþarfa áhyggjur. Æstir aðdáendur fengu einkasýningu Það er allt klárt. Flygillinn, sellóið og gítarinn. Laufey gengur á svið. Átta manna teymið hennar er mætt á sviðið og áhorfendur taka vel á móti Grammy-verðlaunahafanum. Nýjustu stjörnu okkar Íslendinga. Það seldist upp á tónleikana á augnabliki. Ekki bara þessa heldur þrenna tónleika um helgina. Margir sátu svekktir eftir, miðalausir. „Við höfum eiginlega aldrei séð annað eins,“ sagði Ísleifur Þórhallsson skipuleggjandi tónleikanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Algjört Laufeyjaræði. Nokkrir æstir aðdáendur borguðu meira fyrir eitt lag og spjall fyrir tónleikana. Örugglega vel þess virði. Hún hefur það sem Íslendingurinn elskar mest. Jarðtengingu og hógværð. Hún er komin heim. Þetta elskar Íslendingurinn. Allir í salnum eru stálheppnir að hafa fengið miða og vera mættir. „Ég ólst upp í þessari byggingu,“ segir Laufey. Móðir hennar er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni sem hefur í rúman áratug átt heima í Hörpu. Fyrir fimmtán árum værum við á Laufeyjartónleikum í Háskólabíói. Hebbi á bíóið en Eldborg er viðeigandi vettvangur fyrir stjörnuna okkar. Áreynslu- og tilgerðarlaust Laufey byrjar á rafmagnsgítarnum klædd í glitrandi kjól. Hún hefur algjöra athygli hvers einasta manns í salnum. Töfrarnir eru byrjaðir. Marga dreymir um að spila á eitt hljóðfæri. Hún leikur sér að þremur. Fjögurra manna strengjasveit og hljómborðsleikari fyrir aftan. Adam upphitari syngur bakraddir, hávaxinn gæi spilar á kontrabassa og annar er kominn í stellingar á trommunum. En það er bara einn aðalleikari í kvöld. Þessi sem kann á þrjú hljóðfæri og syngur eins og engill. Að syngja eins og engill, þreyttur frasi en nú á hann við. Allt er svo áreynslulaust, allt er svo tilgerðarlaust. Laufey klæddist glæsilegum glitrandi kjól og dansaði stundum á sviðinu eins og ballerína.Mummi Lú Gítarinn hefur verið í aðalhlutverki en nú syngur hún við undirleik. Hún tekur míkrófóninn af standinum og gengur um sviðið. Hún á sviðið. Hún dansar á sviðinu eins og ballerína. Ætli hún hefði ekki getað orðið stórkostlegur dansari líka? Nægur er tíminn, ekki orðin 25 ára. Fegurð í konu sem spilar á selló Hún segir okkur sögu um næsta lag. Þegar hún sat í lestinni í London og augu hennar mættu augu ókunnugs myndarlegs karlmanns. Hún syngur um það sem hefði getað orðið. Ef annað þeirra hefði bara sagt hæ. Það hefði getað verið stund töfra. Lærdómur. Gríptu gæsina. Þú hefur engu að tapa. Ekki orðin 25 ára en syngur lög sem fá mann til að trúa að hún hafi heimsins mestu reynslu af ástinni. Þetta sem alla dreymir um, flestir finna en getur verið svo erfitt að halda í. Hún sest við sellóið. Er eitthvað fallegra en kona að spila á selló? Næst er það flygillinn. Sá sami og Víkingur Heiðar spilaði Goldberg-tilbrigðin á og tryllti klassíska tónlistarheiminn á dögunum. Víkingur Heiðar er í salnum. Hann er uppnuminn eins og ég, ég veit það. Tóninn í píanóinu er svo tær en um leið svo þéttur. Laufey slær ekki feilnótu. Stórstjörnu fylgir varningur sem seldist vel við innganginn.Mummi Lú „Ómægod, hún er stórkostleg,“ segir betri helmingurinn og þerrar tárin. Laufey hljómar reglulega í eldhúsinu heima en það kemst ekki í hálfkvist við að heyra og sjá, upplifa í nærveru. Tíundi bekkur er fínn en mig langar að vera uppi á sviðinu. Sjá fingrafimina á píanóinu á meðan hún syngur með. Fór sínar eigin leiðir „Næsta lag er mjög sorglegt,“ segir Laufey. Hún syngur um hvernig það er sárt að vera eitthvað en enn verra að vera ekkert, með þér. Lagið Promise. Það þýðir eiginlega ekkert að draga fram eitt lag um fram annað. Flutningurinn er óaðfinnanlegur. Röddin og hvert það hljóðfæri sem nýtur fingra hennar. Maður heyrir á Laufeyju að hún hefur búið ytra í nokkurn tímann. Aðeins á íslenskunni. Sem er bara ágætt. Færni hennar í ensku, hennar þriðja tungumáli, er svo mikil að maður gleymir sér í textunum. Hún segir sögur og segir þær vel. Hún talar stundum við salinn og þá á einlægum nótum en það er stutt. Oftast fer hún beint í næsta lag en þarf aðeins að hinkra á meðan dynjandi lófatakið deyr út. Hún lærði á selló og píanó, söng og langaði að semja lög eins og Taylor Swift. Alls ekki hinn hefðbundni farvegur fyrir klassískt menntað tónlistarfólk. Hana langaði að blanda öllu saman og hér er hún í dag. Elskuð og dáð. En það var ekki alltaf þannig. Ber er hver að baki nema tvíbura eigi Hún boðar leynigest á svæðið. Þann sem stendur henni næst. Tvíburasystirin Junia sem mætir vopnuð fiðlu á sviðið. Brosir út að eyrum. Þeirra samband virðist einstaklega fallegt. Hönd í hönd eru þær að sigra heiminn. Tveir tónlistarsnillingar en Junia er snillingurinn á bak við tjöldin. Rúmlega fjórar milljónir fylgja Laufeyju á TikTok sem er miðill sem hefur nýst henni vel til að koma sér á framfæri. Þar hefur Junia spilað stórt hlutverk. Að sjá þær saman á sviðinu er svo fallegt. Laufey syngur um besta vin sinn og fer ekki fram hjá neinum hver það er. „Við erum svolítið líkar,“ segir Laufey og salurinn hlær. Þær grínast á meðan flutningi stendur en það hefur engin áhrif á sönginn eða spilamennskuna. Fiðlutónar Juniu eru dásamlegir og Laufey dáist að systur sinni. Ef það er eitthvað fallegra en kona að spila á selló þá er það kannski sönn systkinaást. „Somethings never change,“ mæmaði Junia með systur sinni sem söng. Yndislegt. Lagið breytti lífi mínu „Takk fyrir að koma og styðja mig,“ sagði Laufey á einlægum nótum við fólkið í salnum. Hún hefur spilað áður í Hörpu en maður finnur að þessir tónleikar skipta hana máli. Hún er að fylla tónleikasali út um allt en nú er hún komin til Reykjavíkur. Hún boðar síðasta lag kvöldsins. „Lagið breytti lífi mínu,“ segir Laufey og syngur slagarann sinn From the start af plötunni Bewitched sem leiddi til Grammy-verðlaunanna verðskulduðu. Gæsahúð og tár Fólk rís úr sætum á núll einni. Það er enginn vafi. Það stendur hver einasta hræða upp. Sumir ranka við sér úr transi. Aðrir þerrar tárin. Ég óska þess svo heitt að það verði ekkert uppklappslag. Þetta er fullkomið. Ekkert aukalag. Það eru alltaf aukalög, alveg sama hver er að spila. Mér finnst þau bara eiga við á tónleikum þar sem fólk virkilega er að missa sig og langar í aukalag. Vill svo innilega ekki að stundin endi. Þetta er reyndar algjörlega þannig stund og nú er Laufey mætt aftur á svið. Nú er hún ein og á einlægum nótum. Hún staldrar við. Hún ætlar að syngja lag sem hún samdi til sjálfrar sín, þegar hún var þrettán ára. Fólk sest niður og gítartónarnir byrja. Laufey brosti út að eyrum á sviðinu og það gerðu fjölmargir tónleikagestir líka í salnum en þerruðu tárin þess á milli.Mummi Lú Ég er kominn með gæsahúð eftir nokkrar sekúndur. Hún syngur um þrettán ára stelpu sem er óörugg með líkamsvöxt sinn. Hún er öðruvísi en hinir. Hún er ekki með bláu augun og ljósu lokkana. Hún er valin síðust og hin börnin hlæja að útlenska nafninu. Hún er sellónörd, vinnur engar vinsældarkeppnir og strákarnir vilja ekki kyssa hana. Tárin renna niður kinnar mínar og miklu fleiri í salnum. Íslenska stelpan sem við deilum með Kína og núna öllum heiminum. Það langar alla að eiga hlut í þessari stórstjörnu sem mætti mótlæti eins og svo margir. „Eltið draumana ykkar. Sérstaklega ef þið eruð íslensk,“ segir Laufey sem lét mótlætið ekki á sig fá. Hún söng í Jólastjörnunni, tók þátt í Ísland got Talent og The Voice. Hún lét ekkert stoppa sig og Íslendingar fóru að taka eftir þessari áhugaverðu stelpu. Fengu smjörþefinn af snilldinni. Stelpan sem dvaldi hjá afa og ömmu í Kína, lærði á þrjú hljóðfæri með miklum aga og metnaði. Lærði að syngja og hélt áfram sama hvað nokkur sagði. Hún lýkur tónleikunum við píanóið með laginu Goddess. Þau gerast ekki sorglegri. Maðurinn sem elskaði stjörnuna Laufeyju en ekki manneskjuna Laufeyju. Frægð og frami er ekki eintómur dans á rósum. Laufey yfirgefur sviðið við dynjandi lófatak en stutt. Stundinni er lokið og fólk gapir, hristir hausinn og veit að það upplifði einstaka kvöldstund. Fimm stjörnu veislu sem verður án nokkurs vafa endurtekin í kvöld, annað kvöld og næstu ár og áratugi. Stjarna Íslands. Tónlist Laufey Lín Tónleikar á Íslandi Harpa Tengdar fréttir Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Ferðatösku Laufeyjar stolið Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. 3. mars 2024 20:43 Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Ég er nýkominn af klósettinu á annarri hæðinni í þessu tónlistarhúsi sem við vorum svo lánsöm að hefjast handa við að byggja og klára. Almenna rýmið hefði reyndar mátt snúa út að sjónum. Besta útsýnið er baksviðs, ekki hjá gestunum sem sækja Hörpu heim. Það er efni í annan pistil. Orkan á klósettinu er skrýtin. Fullir kallar á árshátíð iðnaðarins. Beðið eftir að pissa. Einn fullur kall skilur ekkert í því af hverju röðin tekur svona langan tíma. Hann er líklega að missa af Frikka Dór. Ég næ ekki einu sinni að deila almennilega með vini mínum sem ég rekst á hvaða sturlun ég var að upplifa. Æsingurinn í þeim fulla er svo mikill. Mér er slétt sama. Hausinn á mér er annars staðar. Ég var mögulega á bestu tónleikum lífs míns. Hebbi eða Laufey? Það þarf ekki að kynna Laufeyju Lín fyrir nokkrum Íslendingi. Hún er þessi unga sem er að meika það. Var í hlaðvarpinu hjá Elton John og svo vann hún Grammy. Dekraði Íslendingurinn ég er samt ekkert ofurspenntur fyrir tónleikunum þegar ég mæti í Hörpu. Samstarfskona mín var á leið á Herbert Guðmundsson í Háskólabíó. Ég gæti reyndar sungið Vestfjarðaróðinn með Hebba flest kvöld en þetta kvöld eigum við frúin stefnumót í Hörpu. Á fimmtugsaldri er maður orðinn þreyttur eftir vinnuvikuna. Hluti af mér væri til í að vera bara í Vesturbæjarlauginni og slaka á. En heimurinn er að missa sig yfir Laufeyju. Er hún orðin stærri en Björk? Þessi spurning kom upp í vikunni. Er Messi betri en Pele? Hvaða máli skiptir svona samanburður. Algjörlega ómögulegt að bera saman. Við hittum Aldísi sem er að bjóða Sigga pabba sínum á tónleikana. Hann átti afmæli um daginn. Hann er stoltur og má vera það. Vel upp alið barn sem býður pabba sínum á tónleika í afmælisgjöf. Hann veit ekki enn þá að þetta er líklega besta afmælisgjöf allra tíma. Vinahjón okkar úr Breiðholti eru búin að fá næturpössun og ætla að gista á hóteli í miðbænum. Alvöru kvöld sem á ekki að gleymast. Þau vita samt heldur ekki hvað er í vændum. Óvænt upphitun Það hafði alveg farið fram hjá okkur að það væri upphitunaratriði. Fimm mínútur í átta tjá ljósmyndararnir Mummi Lú og Eggert Jóhannesson okkur það að Laufey fari ekki á svið fyrr en klukkan 21. Það setur forsíðumyndina á Morgunblaðinu aðeins í uppnám. Næst hún fyrir prent? Ef ekki eru til myndir frá fagnaðarfundum palestínskra fjölskyldna í Borgartúninu. Við tyllum okkur og jöfnum okkur fljótt á því að enn sé klukkustund í Laufeyju. Ég er eiginlega sannfærður um að ég eigi eftir að sofna. Þessir ljúfu tónar. Búinn að skola niður tveimur bjórum. Þetta gæti orðið notaleg stund, skemmtileg stund, en ég veit ekki enn þá hvað er að fara að gerast. Á slaginu átta gengur myndarlegur karlmaður á sviðið. Hann kynnir sig. Adam Melchor heitir hann, frá New Jersey og hrósar Íslandi fyrir lyktina. Miklu betri en í heimaríki Bon Jovi. Hann þakkar Laufeyju fyrir traustið og byrjar að spila. Tæknimaður kemur hlaupandi inn á sviðið og tengir gítarinn. Adam höndlar mómentið sem hefði getað orðið vandræðalegt fullkomlega. Talar til salarins sem kann að meta. Simon og Garfunkel? Hann er góður, reyndar mjög góður. Hann sækir innblásturinn að miklu leyti á sama stað og Laufey og meirihluti textahöfunda. Ástin. Hann segir sögur klæddur í föt sem hann keypti á þessum sólarhring sem hann er búinn að eiga í Reykjavík. Adam sló á létta strengi.Mummi Lú Hann festist dálítið í amerískum umm-unum sínum í frásögninni en hann er skemmtilegur. Hann syngur lag um þegar honum var dömpað. Nokkrum dögum síðar hringdi kærastan fyrrverandi í hann. Sá hún eftir öllu? Nei, tré féll á bílinn hennar og hún þurfti aðstoð. Hann er fyndinn. Syngur um Chevy-bíl eins og Don McLean í American Pie. Þessi var reyndar hræ og var stolið fyrir utan heimili foreldra hans. Alls ekki í þeirra óþökk en þvert á skilning hins sex ára Adams. Einfaldasta boðorðið er að það megi ekki stela. Fólk ætti að leggja nafnið Adam Melchor á minnið.Mummí Lú Siggi Gunnars útvarpsmaður er sammála. Hann er geggjaður. Það er Simon og Garfunkel fílingur. Röddin er frábær og hann leikur sér að háu tónunum. Við þurfum að hlusta meira á hann. Ég velti því augnablik fyrir mér hvort Adam sé að fara að stela þrumunni hennar Laufeyjar. Óþarfa áhyggjur. Æstir aðdáendur fengu einkasýningu Það er allt klárt. Flygillinn, sellóið og gítarinn. Laufey gengur á svið. Átta manna teymið hennar er mætt á sviðið og áhorfendur taka vel á móti Grammy-verðlaunahafanum. Nýjustu stjörnu okkar Íslendinga. Það seldist upp á tónleikana á augnabliki. Ekki bara þessa heldur þrenna tónleika um helgina. Margir sátu svekktir eftir, miðalausir. „Við höfum eiginlega aldrei séð annað eins,“ sagði Ísleifur Þórhallsson skipuleggjandi tónleikanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Algjört Laufeyjaræði. Nokkrir æstir aðdáendur borguðu meira fyrir eitt lag og spjall fyrir tónleikana. Örugglega vel þess virði. Hún hefur það sem Íslendingurinn elskar mest. Jarðtengingu og hógværð. Hún er komin heim. Þetta elskar Íslendingurinn. Allir í salnum eru stálheppnir að hafa fengið miða og vera mættir. „Ég ólst upp í þessari byggingu,“ segir Laufey. Móðir hennar er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni sem hefur í rúman áratug átt heima í Hörpu. Fyrir fimmtán árum værum við á Laufeyjartónleikum í Háskólabíói. Hebbi á bíóið en Eldborg er viðeigandi vettvangur fyrir stjörnuna okkar. Áreynslu- og tilgerðarlaust Laufey byrjar á rafmagnsgítarnum klædd í glitrandi kjól. Hún hefur algjöra athygli hvers einasta manns í salnum. Töfrarnir eru byrjaðir. Marga dreymir um að spila á eitt hljóðfæri. Hún leikur sér að þremur. Fjögurra manna strengjasveit og hljómborðsleikari fyrir aftan. Adam upphitari syngur bakraddir, hávaxinn gæi spilar á kontrabassa og annar er kominn í stellingar á trommunum. En það er bara einn aðalleikari í kvöld. Þessi sem kann á þrjú hljóðfæri og syngur eins og engill. Að syngja eins og engill, þreyttur frasi en nú á hann við. Allt er svo áreynslulaust, allt er svo tilgerðarlaust. Laufey klæddist glæsilegum glitrandi kjól og dansaði stundum á sviðinu eins og ballerína.Mummi Lú Gítarinn hefur verið í aðalhlutverki en nú syngur hún við undirleik. Hún tekur míkrófóninn af standinum og gengur um sviðið. Hún á sviðið. Hún dansar á sviðinu eins og ballerína. Ætli hún hefði ekki getað orðið stórkostlegur dansari líka? Nægur er tíminn, ekki orðin 25 ára. Fegurð í konu sem spilar á selló Hún segir okkur sögu um næsta lag. Þegar hún sat í lestinni í London og augu hennar mættu augu ókunnugs myndarlegs karlmanns. Hún syngur um það sem hefði getað orðið. Ef annað þeirra hefði bara sagt hæ. Það hefði getað verið stund töfra. Lærdómur. Gríptu gæsina. Þú hefur engu að tapa. Ekki orðin 25 ára en syngur lög sem fá mann til að trúa að hún hafi heimsins mestu reynslu af ástinni. Þetta sem alla dreymir um, flestir finna en getur verið svo erfitt að halda í. Hún sest við sellóið. Er eitthvað fallegra en kona að spila á selló? Næst er það flygillinn. Sá sami og Víkingur Heiðar spilaði Goldberg-tilbrigðin á og tryllti klassíska tónlistarheiminn á dögunum. Víkingur Heiðar er í salnum. Hann er uppnuminn eins og ég, ég veit það. Tóninn í píanóinu er svo tær en um leið svo þéttur. Laufey slær ekki feilnótu. Stórstjörnu fylgir varningur sem seldist vel við innganginn.Mummi Lú „Ómægod, hún er stórkostleg,“ segir betri helmingurinn og þerrar tárin. Laufey hljómar reglulega í eldhúsinu heima en það kemst ekki í hálfkvist við að heyra og sjá, upplifa í nærveru. Tíundi bekkur er fínn en mig langar að vera uppi á sviðinu. Sjá fingrafimina á píanóinu á meðan hún syngur með. Fór sínar eigin leiðir „Næsta lag er mjög sorglegt,“ segir Laufey. Hún syngur um hvernig það er sárt að vera eitthvað en enn verra að vera ekkert, með þér. Lagið Promise. Það þýðir eiginlega ekkert að draga fram eitt lag um fram annað. Flutningurinn er óaðfinnanlegur. Röddin og hvert það hljóðfæri sem nýtur fingra hennar. Maður heyrir á Laufeyju að hún hefur búið ytra í nokkurn tímann. Aðeins á íslenskunni. Sem er bara ágætt. Færni hennar í ensku, hennar þriðja tungumáli, er svo mikil að maður gleymir sér í textunum. Hún segir sögur og segir þær vel. Hún talar stundum við salinn og þá á einlægum nótum en það er stutt. Oftast fer hún beint í næsta lag en þarf aðeins að hinkra á meðan dynjandi lófatakið deyr út. Hún lærði á selló og píanó, söng og langaði að semja lög eins og Taylor Swift. Alls ekki hinn hefðbundni farvegur fyrir klassískt menntað tónlistarfólk. Hana langaði að blanda öllu saman og hér er hún í dag. Elskuð og dáð. En það var ekki alltaf þannig. Ber er hver að baki nema tvíbura eigi Hún boðar leynigest á svæðið. Þann sem stendur henni næst. Tvíburasystirin Junia sem mætir vopnuð fiðlu á sviðið. Brosir út að eyrum. Þeirra samband virðist einstaklega fallegt. Hönd í hönd eru þær að sigra heiminn. Tveir tónlistarsnillingar en Junia er snillingurinn á bak við tjöldin. Rúmlega fjórar milljónir fylgja Laufeyju á TikTok sem er miðill sem hefur nýst henni vel til að koma sér á framfæri. Þar hefur Junia spilað stórt hlutverk. Að sjá þær saman á sviðinu er svo fallegt. Laufey syngur um besta vin sinn og fer ekki fram hjá neinum hver það er. „Við erum svolítið líkar,“ segir Laufey og salurinn hlær. Þær grínast á meðan flutningi stendur en það hefur engin áhrif á sönginn eða spilamennskuna. Fiðlutónar Juniu eru dásamlegir og Laufey dáist að systur sinni. Ef það er eitthvað fallegra en kona að spila á selló þá er það kannski sönn systkinaást. „Somethings never change,“ mæmaði Junia með systur sinni sem söng. Yndislegt. Lagið breytti lífi mínu „Takk fyrir að koma og styðja mig,“ sagði Laufey á einlægum nótum við fólkið í salnum. Hún hefur spilað áður í Hörpu en maður finnur að þessir tónleikar skipta hana máli. Hún er að fylla tónleikasali út um allt en nú er hún komin til Reykjavíkur. Hún boðar síðasta lag kvöldsins. „Lagið breytti lífi mínu,“ segir Laufey og syngur slagarann sinn From the start af plötunni Bewitched sem leiddi til Grammy-verðlaunanna verðskulduðu. Gæsahúð og tár Fólk rís úr sætum á núll einni. Það er enginn vafi. Það stendur hver einasta hræða upp. Sumir ranka við sér úr transi. Aðrir þerrar tárin. Ég óska þess svo heitt að það verði ekkert uppklappslag. Þetta er fullkomið. Ekkert aukalag. Það eru alltaf aukalög, alveg sama hver er að spila. Mér finnst þau bara eiga við á tónleikum þar sem fólk virkilega er að missa sig og langar í aukalag. Vill svo innilega ekki að stundin endi. Þetta er reyndar algjörlega þannig stund og nú er Laufey mætt aftur á svið. Nú er hún ein og á einlægum nótum. Hún staldrar við. Hún ætlar að syngja lag sem hún samdi til sjálfrar sín, þegar hún var þrettán ára. Fólk sest niður og gítartónarnir byrja. Laufey brosti út að eyrum á sviðinu og það gerðu fjölmargir tónleikagestir líka í salnum en þerruðu tárin þess á milli.Mummi Lú Ég er kominn með gæsahúð eftir nokkrar sekúndur. Hún syngur um þrettán ára stelpu sem er óörugg með líkamsvöxt sinn. Hún er öðruvísi en hinir. Hún er ekki með bláu augun og ljósu lokkana. Hún er valin síðust og hin börnin hlæja að útlenska nafninu. Hún er sellónörd, vinnur engar vinsældarkeppnir og strákarnir vilja ekki kyssa hana. Tárin renna niður kinnar mínar og miklu fleiri í salnum. Íslenska stelpan sem við deilum með Kína og núna öllum heiminum. Það langar alla að eiga hlut í þessari stórstjörnu sem mætti mótlæti eins og svo margir. „Eltið draumana ykkar. Sérstaklega ef þið eruð íslensk,“ segir Laufey sem lét mótlætið ekki á sig fá. Hún söng í Jólastjörnunni, tók þátt í Ísland got Talent og The Voice. Hún lét ekkert stoppa sig og Íslendingar fóru að taka eftir þessari áhugaverðu stelpu. Fengu smjörþefinn af snilldinni. Stelpan sem dvaldi hjá afa og ömmu í Kína, lærði á þrjú hljóðfæri með miklum aga og metnaði. Lærði að syngja og hélt áfram sama hvað nokkur sagði. Hún lýkur tónleikunum við píanóið með laginu Goddess. Þau gerast ekki sorglegri. Maðurinn sem elskaði stjörnuna Laufeyju en ekki manneskjuna Laufeyju. Frægð og frami er ekki eintómur dans á rósum. Laufey yfirgefur sviðið við dynjandi lófatak en stutt. Stundinni er lokið og fólk gapir, hristir hausinn og veit að það upplifði einstaka kvöldstund. Fimm stjörnu veislu sem verður án nokkurs vafa endurtekin í kvöld, annað kvöld og næstu ár og áratugi. Stjarna Íslands.
Tónlist Laufey Lín Tónleikar á Íslandi Harpa Tengdar fréttir Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32 Ferðatösku Laufeyjar stolið Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. 3. mars 2024 20:43 Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Laufey toppar Lady Gaga Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. 10. september 2023 22:32
Ferðatösku Laufeyjar stolið Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld. 3. mars 2024 20:43
Laufey spilaði á selló með Billy Joel Grammy verðlaunahafinn Laufey Lín endaði ævintýralegt kvöld sitt á hátíðinni í gær með því að spila á sviði með Billy Joel. 5. febrúar 2024 10:34