Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 19:37 Agnar Smári Jónsson starir á bikarinn Vísir/Hulda Margrét Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir. „Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
„Ég held að það hafi verið áherslurnar okkar sem kláruðu þetta. Hlaupa hratt en samt skynsamlega. Vörnin okkar var geðveik og þvílík færsla sem við fengum og Björgvin datt í gang. Við byrjuðum illa varnarlega og fengum litla markvörslu en við ræddum um það í hálfleik og þá kom færslan, markvarslan og hraðaupphlaupin,“ sagði Agnar Smári Jónsson um spilamennsku Vals. Agnar þekkir ÍBV liðið vel og sagði að hann vissi að þeir myndu koma til baka og að hans mati gerðu Eyjamenn það. „ÍBV kemur alltaf til baka og ég bjóst alltaf við því og þeir komu með áhlaup. En það var mögnuð einbeiting hjá okkur og við náðum alltaf að keyra í bakið á þeim og skora sem dró tennurnar úr þeim.“ „Mikið hrós á Eyjamenn. Það er árshátíð Vestmannaeyjabæjar og fólk er að fórna henni til að styðja sitt lið. Það má ekki gleyma okkar fólki og það var geðveik mæting hjá stuðningsmönnum Vals.“ Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sautján mörk og Agnar sagði að það hafi verið yndislegt að fylgjast með honum í þessum gír. „Þetta var yndislegt. Litli hitinn á gæjanum. Hann hætti ekki að skora og þegar þú ert kominn í þann ham þá hættirðu ekki.“ Agnar Smári Jónsson var ánægður með leikinnVísir/Hulda Margrét Agnar Smári hefur verið afar sigursæll sem leikmaður og þetta var þrettándi titillinn sem hann vinnur. Agnar vildi þó ekki bera þá saman og sagði að hver titill væri einstakur. „Þetta er alltaf jafn gaman. Maður þarf að hugsa þetta sem forréttindi og það er ekki sjálfgefið að fara í svona leiki.“ „Maður fórnar helling að komast í svona leiki og þess vegna má maður ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Þetta er alltaf nýtt ævintýri og þar er aldrei sama liðið sem maður gengur í gegnum þessa hluti með og maður þarf að sýna þeim sem hafa ekki farið í svona leiki virðingu og gefa sig allan í verkefnið,“ sagði Agnar Smári að lokum. Klippa: Agnar Smári um þrettánda titilinn
Valur Powerade-bikarinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira