Raðaði niður 14 þristum í 15 tilraunum og slátraði fréttamanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2024 09:01 Thelma Dís Ágústsdóttir, Steph Curry Íslands. Vísir/Einar Keppendur á Nettó-mótinu í körfubolta urðu vitni að skotsýningu þegar lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu fór hamförum í þriggja stiga keppni. Um er að ræða eina bestu skyttu landsins. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira