Lífið

Lauf­ey kenndi Elizu að sitja fyrir sjálfum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eliza fékk kennslu í því að sitja fyrir sjálfum frá Laufeyju eftir tónleikana hennar í gær.
Eliza fékk kennslu í því að sitja fyrir sjálfum frá Laufeyju eftir tónleikana hennar í gær. Facebook/Eliza Reid

Eliza Reid forsetafrú fékk kennslu í sjálfutöku frá sjálfum Grammy-verðlaunahafanum Laufeyju Lín á tónleikunum hennar í Eldborg í gær.

Á myndum sem Eliza birti á samfélagsmiðilinn Instagram í dag sést hvernig Laufey hafi gert tilraun til að kenna henni að stilla sér upp fyrir góða sjálfu eftir tónleikana hennar í Hörpu. Það hafi þó ekki gengið fullkomlega í fyrstu vegna þess að það þurfti þrjár tilraunir.„Eftir ótrúlegu tónleikana hennar í gærkvöldi gerði Grammy-verðlaunahafinn Laufey tilraun til að kenna mér að stilla mér upp fyrir sjálfu,“ skrifar Eliza í færslunni.

Instagram/Eliza Reid

Forsetafrúin er komin aftur til landsins eftir ferðalag um Evrópu þar sem hún sótti ráðstefnur og fundi. Þau hjónin skelltu sér á tónleika í gær og skemmtu sér konunglega ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum.

„Mikið var magnað að hlusta á Grammy-verðlaunahafann Laufeyju leika listir sínar á heimavelli í Hörpu í gærkvöldi,“ skrifar Eliza á færslu á Facebook-síðu sinni.

Í annarri tilrauninni reyndist eiginmaður Elísu og forseti lýðveldisins Guðni Th. Jóhannesson hafa laumað sér inn á myndina óvart og því þurfti að reyna aftur.

„Ég er ekkert að bæta mig mikið, er það?“ segir Eliza við eina tilraunina.

Instagram/Eliza Reid

„Er ég búin að minnast á það að allt heila klabbið var æðislegt?“ segir hún svo um tónleikana yfir mynd af sér, Laufeyju og tvíburarsystur hennar Júníu.

Það tókst svo loksins að ná góðri mynd af þríeykinu í fjórðu tilraun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×