Valsmenn í viðræðum við Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í fótboltann á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Besta deild karla Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Besta deild karla Valur Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti