Lífið

Eyddu 39 þúsund krónum á mánuði í sam­göngur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörður og Venný spara og spara í samgöngumál.
Hörður og Venný spara og spara í samgöngumál.

Í Viltu finna milljón á Stöð 2 í gærkvöldi voru samgöngumál til umræðu og áttu pörin að reyna fyrir sér í því að draga úr samgöngukostnaði.

Pörin voru ýmist með, engan, tvo eða einn bíl á heimili og var til að mynda ein áskorunin að keyra aðeins fimmtíu kílómetra á viku.

Því var verkefnið einna helst að reyna nýta sér allskyns aðferðir í samgöngur.

Þau Venný og Hörður tókust á við þessa umræddu áskorun og voru til að mynda búin með fimmtíu kílómetra akstur á tveimur dögum og fimm dagar eftir.

Áður eyddu þau 105 þúsund krónum í samgöngur á mánuði en þegar þau tóku þátt í áskoruninni eyddu þau 39 þúsund krónum á mánuði.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Eyddu 39 þúsund krónum á mánuði í samgöngur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×