Ríkið að ráðast í fyrstu grænu útgáfuna með evrubréfi til tíu ára
![Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðgjafar og fulltrúar stjórnvalda funda nú með erlendum skuldabréfafjárfestum vegna mögulegrar útgáfu á fyrsta græna skuldabréfi ríkissjóðs.](https://www.visir.is/i/BA0C7F6EBA288A167827DD83595CBBD2B37D38A57441E3169594BB9162291621_713x0.jpg)
Íslenska ríkið vinnur nú að því að ljúka við sölu á sjálfbærum skuldabréfum til alþjóðlegra fjárfesta en meira en þrjú ár eru liðin frá síðustu útgáfu ríkissjóðs á erlendum mörkuðum. Fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins funda nú með fjárfestum, ásamt erlendum ráðgjöfum stjórnvalda, en um verður að ræða fyrstu grænu útgáfuna hjá ríkissjóði.