Þetta voru góðar-slæmar fréttir eins og Alba Berlin orðaði það á miðlum sínum.
Martin missti nefnilega af leiknum vegna þess að hann var upptekinn á fæðingardeildinni þar sem hann var viðstaddur fæðingu barnsins síns.
Þetta er annað barn hans og konu hans Önnu Maríu Bjarnadóttur en fyrir eiga þau strákinn Manúel sem fæddist árið 2018.